Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fös 23. júní 2023 11:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Auðvitað hefur það áhrif ef maður á að segja alveg eins og er"
Það er mikill vilji okkar megin að halda honum áfram
Það er mikill vilji okkar megin að halda honum áfram
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Orðinn alhliða leikmaður.
Orðinn alhliða leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég veit að þeim líður báðum mjög vel hérna
Ég veit að þeim líður báðum mjög vel hérna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason hefur verið einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar og var hér á síðunni valinn besti leikmaður fyrstu ellefu umferðanna. Birnir er 26 ára kantmaður sem er á sínu öðru tímabili hjá Víkingi. Þegar hann kom til félagsins frá HK haustið 2021 þá skrifaði hann undir tveggja ára samning sem rennur út í lok árs.

Birnir er kominn með sex mörk í tólf deildarleikjum í sumar sem er marki meira en hann gerði í 26 leikjum í fyrra. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður út í Birni og þá staðreynd að hann ætti lítið eftir af samningi sínum við félagið.

Heldur hann að sú staðreynd að Birnir sé á samningsári hafi ýtt honum áfram í vetur?

„Ef maður myndi setja sig í sömu spor sem leikmaður, þá klárlega gerir það eitthvað. Þú gefur aðeins í á öllum vígstöðvum í þeirri von, vonandi eins og hann hugsar þetta, að fá áframhaldandi samning hjá okkur. Það er mikill vilji okkar megin að halda honum áfram og ef hann vill ekki vera áfram hjá okkur verður hann með svona spilamennsku með stærri glugga til að geta valið úr félögum þegar samningurinn rennur út," sagði Arnar.

„En svo er önnur hvatning sem vegur held ég meira hjá honum, af hverju ætti hann ekki að vilja vera aðalmaðurinn í einu af toppliðinu á Íslandi? Vera alhliða leikmaður; ekki bara leikmaður sem er þekktur fyrir að taka nokkur skæri og skora nokkur mörk á tímabili, heldur vera líka frábær varnamaður og leikmaður sem leggur upp mörk. Það er það sem hann er orðinn. Ég held að sú hvatning vegi vonandi meira heldur en að gefa aðeins í út af því að það er bara eitt ár eftir af samningi. Þó að auðvitað hefur það áhrif ef maður á að segja alveg eins og er."

Toppleikmenn og toppdrengir
Hvernig líður þér með að vera með leikmann sem verður samningslaus í lok árs? Væriru til í að Víkingur myndi klára þetta frá og semja við hann?

„Við viljum klárlega halda honum, ekki flóknara en það. Sama um Oliver Ekroth. Svo fara bara ákveðin mál í sinn farveg og ekkert stress mín megin. Ég veit að þeim líður báðum mjög vel hérna. Ég hef haft þá skoðun að ef leikmenn vilja kannski prófa eitthvað annað, þá er það bara frábært, og ef þeir vilja vera áfram þá er það enn betra. Það er búin að vera svo mikil leikmannavelta undanfarin ár hjá okkur að ef þú ert að naga neglurnar í hvert skipti þá verðuru fljótt orðinn helvíti illa haldinn af geði og heilsu."

„Auðvitað viljum við halda þessum strákum, þetta eru ekki bara toppleikmenn fyrir okkur, heldur líka toppdrengir,"
sagði Arnar að lokum.

Tólfta umferðin í Bestu deildinni hefst í kvöld en Víkingur á leik gegn Stjörnunni klukkan 19:15 á morgun.

12. umferð Bestu karla:
föstudagur 23. júní
19:15 HK-Breiðablik (Kórinn)
19:15 FH-Fram (Kaplakrikavöllur)
19:15 Keflavík-Fylkir (HS Orku völlurinn)

laugardagur 24. júní
14:00 ÍBV-Valur (Hásteinsvöllur)
17:00 KR-KA (Meistaravellir)
19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)

Fyrsti og annar hluti viðtalsins:
Arnar: Get lofað þér að þeir eyrnamerktu okkur sem erfiðustu andstæðingana
„Eiginlega akkúrat sá tími sem allt fór í hund og kött á síðasta tímabili"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner