Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   fös 23. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Henry stýrir Belgum á sunnudag
Thierry Henry, aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins, mun stýra liðinu gegn Hollandi í Þjóðadeild UEFA á sunnudag.

Roberto Martínez er aðalþjálfari belgíska landsliðsins en hann fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma fyrir að koma í veg fyrir að velska landsliðið gæti tekið hratt innkast.

Þetta þýðir það að Martinez verður í banni í lokaleik liðsins gegn Hollendingum.

Henry, aðstoðarmaður Martínez, verður því á hliðarlínunni í þessum mikilvæga leik en Belgía þarf að vinna með þriggja marka mun eða meira til að komast í úrslitakeppnina.

Holland er í efsta sætinu með 13 stig á meðan Belgía er í öðru sæti með 10 stig. Holland vann fyrri leik liðanna, 4-1, í Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner