Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 24. apríl 2023 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kíkir Gylfi á æfingar hér heima? - „Það yrði svakalegt, alveg svakalegt"
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og sagt var fyrst frá á Fótbolta.net hér í síðustu viku þá er Gylfi Þór Sigurðsson mættur heim til Íslands eftir að hafa verið tvö ár í farbanni.

Gylfi var handtekinn í júlí 2021, grunaður um kyn­­ferðis­brot gegn ólög­ráða ein­stak­lingi en það mál hefur núna verið fellt niður eftir langa rannsókn.

Gylfi hefur verið í farbanni í tæplega tvö ár og verið fastur á Englandi út af málinu en hann er núna mættur heim eftir að hafa fengið grænt ljós á að ferðast aftur.

Ekki er víst hvort að Gylfi muni endurvekja fótboltaferil sinn en ef hann gerir þá gæti hann mögulega gert það í Bestu deildinni.

„Það er spurning hvort að hann kíki á einhverjar æfingar hér heima," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum. „Æfi með FH?" skaut Tómas Þór Þórðarson inn í en Gylfi er FH-ingur.

„Hversu stórt yrði það fyrir Bestu deildina ef hann myndi henda sér í hana?" spurði Elvar Geir.

„Það yrði svakalegt, alveg svakalegt," sagði Tómas Þór og er alveg hægt að taka undir það.

Gylfi er 33 ára og hefur skorað 25 mörk í 78 landsleikjum fyrir Ísland, hann á stóran þátt í því að Ísland komst á EM og HM. Hann lék síðast fyrir landsliðið í nóvember 2020. Óvíst er hvort að hann snúi aftur á fótboltavöllinn en nýr landsliðsþjálfari Íslands, Age Hareide, segir að Gylfi verði í plönum sínum ef hann mun gera það.
Útvarpsþátturinn - Besta, KR og landsliðsmál
Athugasemdir
banner
banner
banner