Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 24. júní 2020 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekkert gaman fyrir okkur sem erum að spila fótboltann"
Mynd: thorsport
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var spurður út í undirbúninginn fyrir leik liðs síns í kvöld. Liðið mætti Reyni frá Sandgerði í Mjólkurbikarnum og endaði leikurinn með 2-1 sigri Þórsara eftir framlengdan leik.

Palli var spurður út í undribúninginn því Þór hefur verið mikið milli tannanna á fólki og fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum vegna derhúfna sem leikmenn og Palli sjálfur voru með á höfði sér í viðtölum eftir síðasta leik.

Spurningin var svohljóðandi: Truflaðist undirbúningurinn fyrir þennan leik vegna atburða vikunnar?

„Já þú getur rétt ímyndað þér [að þetta truflaði], þetta er ekkert gaman fyrir okkur sem erum að spila fótboltann. Auðvitað er median orðin öflug og það eru hlutir sem við náum ekki að stjórna. Auðvitað hefur þetta áhrif en við reynum að blokka þetta og treystum á að þeir sem eiga í hlut, knattspyrnudeild Þórs og KSÍ, að það sé búið að loka þessu og leiðinlegt að svona hlutir koma upp, sama hvenær það gerist."

„Við erum ekkert að afsaka eitt eða neitt. Við ætluðum að einbeita okkur að vellinum hér og þess vegna er ég ánægður að við erum komnir áfram og ég er ekki að velta mér mikið upp úr öðru,"
sagði Palli við Fótbolta.net í kvöld.
Palli Gísla: Ég og Siggi erum ekki alltaf sammála um hlutina
Athugasemdir
banner
banner
banner