Það verður úrvalsdeildarslagur í bikarnum í kvöld þegar Valur og Leiknir eigast við á Hlíðarenda. Valsmenn nauman 1-0 sigur þegar liðin áttust við í Pepsi Max-deildinni fyrr í sumar.
Leiknismenn eru á slæmu skriði, hafa tapað þremur leikjum í röð og eru í tíunda sæti deildarinnar. Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, ræddi við samfélagsmiðla félagsins og segir að leikmannahópurinn hafi verið búinn undir að það kæmu brekkur.
Leiknismenn eru á slæmu skriði, hafa tapað þremur leikjum í röð og eru í tíunda sæti deildarinnar. Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, ræddi við samfélagsmiðla félagsins og segir að leikmannahópurinn hafi verið búinn undir að það kæmu brekkur.
„Við höfum ekki lent í þessu áður en vissum að það væri möguleiki á því að það kæmi erfiður tímapunktur á tímabilinu stigalega séð. Nú reynir bara á hópinn og karakterinn. Við vorum ákveðnir í því fyrir tímabilið að vera góðir í því að takast á við svona," segir Sigurður.
Leiknir tapaði nýliðaslag gegn Keflavík á sunnudaginn. Sigurður segir margt jákvætt við spilamennsku sinna manna í þeim leik.
„Ég er alls ekki ánægður en eftir að hafa horft á leikinn eftirá fannst mér við gera margt rosalega vel en á lykilmómentum gerðum við ekki vel. En eftir að hafa horft á þetta aftur er ég enn svekktari yfir því að hafa ekki fengið neitt út úr þessu."
Sævar Atli fær smá hvíld
Sigurður er spurður út í umræðu um að hann muni nota tækifærið í kvöld til að hvíla leikmenn og gera breytingar á byrjunarliðinu. Hann játar því.
„Planið er að fara og njóta þess að spila alvöru bikarleik á móti alvöru liði. Við ætlum að reyna að búa til skemmtilegan leik. Það er fullt af leikmönnum sem eiga skilið að fá mínútur. Við munum hræra í liðinu og hvíla einhverja. Margir hafa spilað mikið og það verða einhverjar smá breytingar á liðinu," segir Sigurður.
Kólumbíumaðurinn Manga Escobar hefur ekki staðið undir væntingum í Breiðholtinu en Sigurður staðfestir að hann muni byrja leikinn í kvöld, líkt og Venesúelamaðurinn Octavio Paez. Þá staðfestir hann að fyrirliðinn Sævar Atli Magnússon verði hvíldur.
„Sævar fær smá hvíld, allavega til að byrja með," segir Sigurður en viðtalið við hann má sjá hér að neðan, ásamt viðtali við varnarmanninn Loft Pál Eiríksson.
Athugasemdir