Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. september 2022 19:42
Ívan Guðjón Baldursson
Mead: Breytir öllu að spila fyrir fjölda fólks
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Það mættu tæplega 50 þúsund manns á Ofurdeildarleik Arsenal gegn Tottenham í enska kvennaboltanum í dag og bættu þar með áhorfendamet deildarinnar.


Þetta var annar deildarleikur Arsenal á tímabilinu og annar heimaleikurinn, en liðið spilar vanalega á Meadow Park sem tekur tæplega 5000 manns í sæti. Það var uppselt á leikinn gegn Brighton í fyrstu umferð og margir sem vildu horfa en komust ekki að.

Bethany Mead, sem vann gullskóinn og var valin sem leikmaður mótsins á EM í sumar, skoraði og lagði upp í 4-0 sigri Arsenal gegn Tottenham á meðan Vivianne Miedema setti tvennu.

„Þetta var ótrúlegt, stemningin var mögnuð og vonandi er þetta bara byrjunin. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt í enska boltanum, stuðningsmennirnir voru frábærir," sagði Mead að leikslokum.

„Það er auðveldara að spila þegar eru fleiri áhorfendur því maður fær svo mikla orku frá þeim. Það breytir öllu að spila fyrir mikinn fjölda fólks."

Hollenska stjarnan Miedema var einnig ánægð að leikslokum og vonast til að fá sama áhorfendafjölda á næstu leiki.

„Það var mikilvægt að spila vel því þá kemur fólk aftur að horfa. Okkur líður eins og það sé eitthvað sérstakt í uppsiglingu. Það er frábært að vera partur af því, þetta á bara eftir að stækka." sagði Miedema.


Athugasemdir
banner
banner
banner