Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
banner
   fim 24. október 2024 22:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Íslands: Telma byrjar og Karólína er á bekknum
Icelandair
Telma varði mark Íslands í umspili Þjóðadeildarinnar fyrr á þessu ári og stóð sig vel.
Telma varði mark Íslands í umspili Þjóðadeildarinnar fyrr á þessu ári og stóð sig vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína er lykilmaður í landsliðinu.
Karólína er lykilmaður í landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 23:30 hefst vináttuleikur Bandaríkjanna og Íslands sem fram fer í Texas í Bandaríkjunum, nánar tiltekið á Q2 leikvanginum í Texas. Um fyrri leik liðanna er að ræða, seinni leikurinn fer fram á sunnudagskvöld.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur opinberað byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Sjö breytingar eru á liðinu frá síðasta leik sem var gegn Póllandi í undankeppni EM. Sá leikur fór fram í júlí.

Telma Ívarsdóttir ver mark íslenska liðsins, þær Natasha og Sædís Rún koma inn í vörnina, Hildur Antonsdóttir kemur inn á miðjuna ásamt Amöndu Andradóttur og þær Sandra María og Diljá Ýr koma inn í fremstu línu. Þær Glódís Perla, Selma Sól, Guðrún og Sveindís halda sæti sínu í liðinu frá síðasta leik.

Lestu um leikinn: Bandaríkin 3 -  1 Ísland

Alexandra Jóhannsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir eru fjarri góðu gamni og þær Emilía Kiær, Ingibjörg Sigurðardóttir, Karólína Lea, Hlín Eiríksdóttir og Guðný Árnadóttir byrja á bekknum í dag.

Byrjunarlið Bandaríkin:
1. Alyssa Naeher (m)
4. Naomi Girma
5. Jenna Nigswonger
6. Lynn Williams
7. Alyssa Thompson
9. Mallory Swanson
10. Lindsey Horan
14. Emily Sonnett
16. Rose Lavelle
17. Sam Coffey
23. Emily Fox

Byrjunarlið Ísland:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
3. Sandra María Jessen
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
7. Selma Sól Magnúsdóttir
9. Diljá Ýr Zomers
11. Natasha Anasi
16. Hildur Antonsdóttir
18. Guðrún Arnardóttir
19. Sædís Rún Heiðarsdóttir
22. Amanda Jacobsen Andradóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir
Athugasemdir
banner