Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 22:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Herra Víkingur missir af úrslitaleiknum
Stóð vaktina vel í sögulegum sigri.
Stóð vaktina vel í sögulegum sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Smári Sigurðsson, varnarmaður Víkings, missir af leik liðsins gegn Breiðabliki á sunnudag vegna meiðsla. Liðin spila úrslitaleik um Íslandmeistaratitilinn og dugir Víkingi jafntefli til að halda bikarnum í Víkinni.

Halldór Smári var í byrjunarlið Víkings í sögulegum sigri liðsins gegn Cercle Brugge í dag en var borinn af velli eftir klukkutíma leik eftir að hann datt á öxlina. Hann fór í kjölfarið á sjúkrahús.

Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, staðfesti við Fótbolta.net í kvöld að Halldór Smári hefði meiðst illa á öxl.

„Ég held það taki einhverjar 3-4 vikur að jafna sig á þessu, ótrúlega leiðinlegt fyrir Herra Víking að fá ekki að taka þátt í úrslitaleiknum. Hann verður með okkur fyrir og eftir leik," sagði Kári.

Úrslitaleikur Víkings og Breiðabliks hefst klukkan 18:30 og fer fram á Víkingsvelli á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner