Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Gerði rétt með að leyfa Richarlison að taka vítið - „Tók þessa ákvörðun á augabragði“
Mynd: Getty Images
James Maddison var með fyrirliðabandið í 1-0 sigri Tottenham á AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í kvöld en hann tók mikilvæga ákvörðun í leiknum sem skóp sigurinn.

Heung-Min Son, fyrirliði Tottenham, var ekki með liðinu í kvöld og þá var varafyrirliðinn Cristian Romero á bekknum. Maddison fékk því að vera með bandið í leiknum.

Hann var einn besti leikmaður liðsins og átti að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum en fékk ekki.

Lucas Bergvall tókst að sækja víti snemma í síðari hálfleiknum og var það Maddison sem tók boltann.

Richarlison, sem var að stíga upp úr meiðslum og hafði ekki enn skorað á tímabilinu, óskaði eftir því að taka spyrnuna en Maddison hafnaði beiðninni.

Maddison hugsaði sig um í hálfa mínútu áður en hann tók ákvörðun um að leyfa Richarlison að taka spyrnuna. Brasilíumaðurinn skoraði og tryggði Tottenham sigurinn, en Maddison taldi þetta bestu ákvörðunina í stöðunni.

„Við vildum báðir taka spyrnuna. Ég er einn af eldri leikmönnum liðsins og var með fyrirliðabandið í dag. Ég ætlaði að taka vítið, en hugsaði síðan um Richy, sem var ný kominn úr meiðslum og það getur alltaf verið erfitt, og þá sérstaklega fyrir sóknarmann. Ég tók þessa ákvörðun því á augabragði,“ sagði Maddison í viðtali eftir leikinn.


Athugasemdir
banner