Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
laugardagur 4. maí
Lengjudeild karla
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
föstudagur 3. maí
Úrvalsdeildin
Luton - Everton - 19:00
Bundesligan
Hoffenheim 0 - 0 RB Leipzig
Bundesliga - Women
Wolfsburg 5 - 1 Koln W
Serie A
Torino - Bologna - 18:45
La Liga
Getafe - Athletic - 19:00
þri 25.apr 2023 10:15 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Er í draumavinnu hjá KSÍ og spilar á sama tíma í Bestu deildinni

Sóley Guðmundsdóttir er uppalin í Vestmannaeyjum og lék lengi með ÍBV, en hefur frá 2019 leikið með Stjörnunni í Garðabæ. Samhliða þess að vera leikmaður í Bestu deildinni þá er hún í skemmtilegu og fjölbreyttu starfi hjá Knattspyrnusambandi Íslands en hún hóf störf hjá sambandinu í fyrra. Hún kveðst vera í ákveðnu draumastarfi þar sem hún fær að taka þátt í því að reyna að efla og styrkja íslenskan fótbolta.

Sóley í vinnunni.
Sóley í vinnunni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er búin að vinna þarna í eitt ár og hef lært ótrúlega mikið á þeim tíma'
'Ég er búin að vinna þarna í eitt ár og hef lært ótrúlega mikið á þeim tíma'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Stjörnunni.
Í leik með Stjörnunni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá EM kvenna síðasta sumar.
Frá EM kvenna síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta var þvílík upplifun og gaman að fá þetta tækifæri'
'Þetta var þvílík upplifun og gaman að fá þetta tækifæri'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, hér til vinstri. Með honum á myndinni er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður landsliðsins.
Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, hér til vinstri. Með honum á myndinni er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður landsliðsins.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fagnar marki á Evrópumótinu í Englandi.
Ísland fagnar marki á Evrópumótinu í Englandi.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þær eru þvílíkar fyrirmyndir allar þessar stelpur. Þær eru miklir atvinnumenn'
'Þær eru þvílíkar fyrirmyndir allar þessar stelpur. Þær eru miklir atvinnumenn'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er mjög ánægð að ég fái tækifæri til að vera í þessu báðu, en það er ekkert sjálfsagt að Kristján (Guðmundsson) og Stjarnan samþykki þetta'
'Ég er mjög ánægð að ég fái tækifæri til að vera í þessu báðu, en það er ekkert sjálfsagt að Kristján (Guðmundsson) og Stjarnan samþykki þetta'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Stjörnunni á undirbúningstímabilinu.
Í leik með Stjörnunni á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég ákvað að sækja um og ég var mjög glöð þegar ég fékk starfið. Þetta er draumastarf'
'Ég ákvað að sækja um og ég var mjög glöð þegar ég fékk starfið. Þetta er draumastarf'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bikarmeistari með ÍBV.
Bikarmeistari með ÍBV.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta var geggjaður leikur og það var frábært að vera partur af þessu liði'
'Þetta var geggjaður leikur og það var frábært að vera partur af þessu liði'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það var erfitt að kveðja ÍBV en það var líka kominn tími á það'
'Það var erfitt að kveðja ÍBV en það var líka kominn tími á það'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég var ánægð þegar Stjarnan hafði samband'
'Ég var ánægð þegar Stjarnan hafði samband'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan varð Lengjubikarmeistari í vetur.
Stjarnan varð Lengjubikarmeistari í vetur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Stjörnunni á síðasta tímabili.
Í leik með Stjörnunni á síðasta tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er mjög spennt fyrir sumrinu'
'Ég er mjög spennt fyrir sumrinu'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að ég sé sú eina sem hefur starfað fyrir KSÍ og á sama tíma spilað í efstu deild," segir Sóley þegar fréttamaður Fótbolta.net slær á þráðinn til hennar. Þegar síminn hringir er hún heima í Vestmannaeyjum að slaka á í faðmi fjölskyldunnar áður en fótboltasumarið fer á fleygiferð.

Mjög fjölbreytt starf
Sóley, sem er öflugur varnarmaður, gekk til liðs við KSÍ á síðasta ári. Hún var ráðin inn á Samskiptadeild á skrifstofu sambandsins en gegnir mjög fjölbreyttu starfi.

„Það er sjaldan dauður tími þegar ég er í vinnunni."

„Þetta er mjög fjölbreytt starf. Við erum það fámenn í starfi hjá KSÍ að flestir eru með fleira en eitt hlutverk," segir Sóley sem er á Samskiptadeild og sér þar meðal annars um að setja efni á samfélagsmiðla og að uppfæra vefsíðu KSÍ með ýmsum fréttum. Ásamt því er Sóley grasrótarstjóri og sjálfbærnisfulltrúi. Hún er því í hinum ýmsu verkefnum.

„Ég er búin að vinna þarna í eitt ár og hef lært ótrúlega mikið á þeim tíma; maður þarf að læra inn á allskonar. Ég hef fengið að kynnast mismunandi hliðum á fótboltanum sem er mjög gaman," segir Sóley. „Það er mikið að gera og það er sjaldan dauður tími þegar ég er í vinnunni. Þegar það er dauður tími á Samskiptadeild er kannski mikið að gera í grasrótarmálum. Það er líka bara gaman að hafa nóg fyrir stafni. Þetta eru yfirleitt mjög skemmtileg verkefni."

Dæmi um þau verkefni sem Sóley hefur tekið þátt eru alls konar viðburðir sem KSÍ heldur, til dæmis fyrir félögin og fólk sem kemur að starfi félaganna. „Dæmi um viðburði sem ég hef tekið þátt í er fundur fyrir barna- og unglingaráð, ungmennaþing KSÍ og svo núna nýlega héldum við Grasrótarráðstefnu Norðurlandanna þar sem fulltrúar frá sérsamböndum allra Norðurlandanna mættu. Þessi ráðstefna fer fram annað hvert ár og ferðast á milli Norðurlandanna. Tilgangurinn er að samböndin læri hvert af öðru og byggi upp tengslanet."

Hlutverk Sóleyjar á Samskiptadeild er fjölbreytt og fer mest fyrir því þegar hún ferðast með landsliðunum. „Þessi daglegu verkefni Samskiptadeildarinnar sem eru sýnileg eru til dæmis að setja fréttir á vefinn okkar og deila efni á samfélagsmiðla. Þegar ég er í ferðum snýst vinnan að mestu leyti um samskipti við íslenska fjölmiðla sem ferðast á landsleiki og að framleiða efni fyrir samfélagsmiðlana okkar."

Sóley er einnig mikið á ferðalagi út af starfi sínu í grasrótarmálum og sjálfbærni. Hún hefur sótt stórar ráðstefnur sem er góð leið til að afla þekkingar og mynda tengsl. „Ég er búin að fara á tvær stórar ráðstefnur á vegum UEFA, eina grasrótarráðstefnu og eina sjálfbærniráðstefnu. Á þessum viðburðum eru fulltrúar frá öllum sérsamböndum innan UEFA, þau eru 55 og því er þetta mikill fjöldi fólks."

Veitir mér mikinn innblástur
Líkt og áður segir þarf Sóley að ferðast mikið í vinnunni, hvort sem hún er að fara á ráðstefnur eða í landsliðsverkefni. Það er skemmtilegur partur af vinnunni.

„Kvennafótboltinn er á svo mikilli uppleið og maður sá hvað þetta er orðið risastórt."

„Það er mjög skemmtilegt að ferðast í vinnunni en þetta er kannski ekki jafnmikill glamúr og fólk heldur. Maður er kannski að ferðast til landa sem þú ert ekkert endilega að fara í frí til og þú færð að kynnast nýjum löndum. En aftur á móti er þetta bara vinna og maður er ekki mikið að skoða sig um. Maður þarf að líta á þetta sem vinnu og maður getur ekki verið að svekkja sig á að skoða ekki hitt og þetta, það er bara plús. Auðvitað er mjög gaman að geta ferðast svona mikið og það brýtur upp skrifstofustarfið," segir Sóley en hún ferðast líka mikið með landsliðunum, og þá aðallega kvennalandsliðinu.

„Ég hef verið að fara mikið í ferðir með kvennalandsliðinu og þá er maður mikið í því til dæmis að taka myndir af æfingum og setja inn á samfélagsmiðla, taka viðtöl og fleira. Í keppnisleikjum eru fjölmiðlar með liðinu og þá er maður í samskiptum við fjölmiðla."

Sóley var í teymi KSÍ sem fór til Englands síðasta sumar og var í kringum landsliðið á Evrópumótinu.

„Það var frábært. Ég var nýbyrjuð í vinnunni þegar ég fékk að vita það að ég myndi fara til Englands. Þetta var stórt verkefni en ég var með mjög góðan menn með mér úti, Ómar Smárason sem er yfir Samskiptadeildinni. Það er mjög gott að vinna með honum og læra af honum. Þetta var þvílík upplifun og gaman að fá þetta tækifæri, þetta er það stærsta sem maður kemst í fyrir utan HM. Mótið í fyrra var táknrænt. Kvennafótboltinn er á svo mikilli uppleið og maður sá hvað þetta er orðið risastórt."

„Þetta var allt mjög flott og öll aðstaða til fyrirmyndar, eins og þetta á að vera. Maður fann fyrir því að það er enginn að grínast í þessu, þetta þarf að vera upp á tíu til að ná árangri. Leikmennirnir eru komnir mjög langt og það þarf allt í kringum þá að vera í toppstandi svo þær nái standa sig eins vel og þær geta. Þetta var allt mjög flott og geggjuð upplifun."

Hún segir það frábært að vera í kringum kvennalandsliðið, það veitir sér innblástur.

„Þetta veitir mér mikinn innblástur, þær eru þvílíkar fyrirmyndir allar þessar stelpur. Þær eru miklir atvinnumenn. Einbeiting þeirra var mögnuð og það var allt í toppstandi. Það eru mikil forréttindi að fylgjast með þessum leikmönnum og öllu starfsteyminu í kringum þær. Maður getur lært ótrúlega mikið sem íþróttamaður og sem einstaklingur af þeim. Líka sem starfsmaður, það eru miklar kröfur settar á mann og það er frábært að vinna í kringum svona mikið fagfólk. Þær vita nákvæmlega hvað þær vilja og eru sanngjarnar í sínum kröfum."

Ekkert sjálfsagt að Kristján og Stjarnan samþykki þetta
Sóley segir álagið í vinnunni geta verið mikið og þarf hún stundum að fá frí á æfingu hjá Stjörnunni.

„Ég hefði ekki gert það fyrir hvað sem er."

„Það er alveg stundum erfitt. Þetta er meira álag en ég bjóst við, ég verð að viðurkenna það. Maður þarf að eiga mikla orku til að vera í þessu báðu. Ég er mjög ánægð að ég fái tækifæri til að vera í þessu báðu, en það er ekkert sjálfsagt að Kristján (Guðmundsson) og Stjarnan samþykki þetta."

„Ég mæti alltaf á æfingar og sinni öllu þegar ég er á Íslandi en ég er mikið að ferðast. Þá missi ég úr æfingar og stundum missi ég af leikjum, en það gerist ekki oft. Ég er mjög þakklát Stjörnunni og Kristjáni að samþykkja þetta. Ég tók við þessu starfi vitandi það að ég myndi ekki ná að sinna fótboltanum 100 prósent, eins og maður á að gera."

Hún segist hafa þurft að velja vinnuna fram yfir í þetta skiptið.

„Það er farið að síga á seinni hlutann á mínum ferli hvað varðar aldur. Ég verð ekki í fótbolta til fertugs. Ég lifi ekki á fótboltanum þannig að ég verð að vinna með þessu. Ég er búin með mitt háskólanám og það var mjög spennandi þegar þetta tækifæri hjá KSÍ kom. Ég tók þá ákvörðun að nú læti ég vinnuna ganga fyrir af því að það var þessi vinna. Ég hefði ekki gert það fyrir hvað sem er."

Draumavinna
Sóley segir það klárt mál að um sé að ræða draumavinnu fyrir sig, að hjálpa til við að reyna efla fótboltann á Íslandi. Sóley hefur lokið Meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í íþrótta- og heilsufræði frá Háskólanum í Reykjavík. Þessi vinna var í raun fullkomin þegar horft er í námið og reynslu Sóleyjar úr fótboltanum.

„Þetta leiddi mig þangað sem ég er í dag."

„Ég myndi klárlega segja að þetta sé ákveðin draumavinna. Ég bjóst ekki endilega við því að vinna tengt fótbolta en svo sá ég þessa auglýsingu. Ég er menntaður sem íþróttafræðingur og svo tók ég meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku. Ég bjóst ekki endilega við að báðar gráðurnar myndu nýtast mér á sama tíma. Svo sá ég þessa auglýsingu og ég var eiginlega í sjokki hvað þetta meikaði mikinn sens fyrir mig," segir Sóley.

„Ég ákvað að sækja um og ég var mjög glöð þegar ég fékk starfið. Þetta er draumastarf. Mér hefur alltaf fundist eitthvað heillandi við KSÍ. Ég var í yngri landsliðum og mér fannst alltaf svo góð stemning í starfshópnum. Ég fékk líka innsýn í þetta þegar ég fór í starfsnám í íþróttafræðinni. Það er mjög gott að vinna hérna, mér líður mjög vel. Það er mjög gott fólk hérna og ég er mjög ánægð."

En af hverju tók Sóley meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku eftir að hafa útskrifast úr íþróttafræði?

„Þetta var mikil U-beygja. Þegar ég var búin með íþróttafræðina þá langaði mig að halda áfram í námi en ég var ekki mjög spennt að taka meistaragráðu í því. Mig langaði að breyta til, ég vildi fara í eitthvað allt annað, ég vildi læra eitthvað glænýtt. Þegar ég var í grunnskóla, þá fór ég í starfskynningu á RÚV en ég var búin að gleyma því þegar ég byrjaði í náminu. Hann var eitthvað að krauma í mér þessi áhugi, eitthvað í undirmeðvitundinni greinilega."

„Þetta leiddi mig þangað sem ég er í dag og ég sé alls ekki eftir þessari ákvörðun."

Mjög gott að alast upp í Eyjum
Sóley er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún lék upp alla yngri flokkana með ÍBV og lengi vel í meistaraflokki. Hún segir að það hafi verið gott að alast upp í Eyjum.

„Ég flutti ekki frá Eyjum fyrr en ég byrjaði í háskóla 2016. Ég ólst upp þarna og bjó þarna mjög lengi. Það er mjög gott að alast upp í Eyjum. Þetta er ákveðið frelsi. Þú ert ekki háð því að mamma og pabbi séu að stússast í kringum þig, að þau séu að skutla þér út um allt. Ég gat verið í öllu sem ég vildi vera í því það er allt svo stutt á milli þarna. Ég gat verið í fótbolta, tónlistarskóla og alls konar. Ég held að kostirnir við að alast þarna upp séu fleiri en gallarnir."

„Ég held að það hafi líkað hentað mér vel persónulega. Ég þrífst vel í litlum hópum og það er gott að ná að tengjast þeim vel sem þú ert að umgangast á hverjum degi. Að vera í íþróttum í Eyjum er líka ákveðið uppeldi sem ég hefði ekki viljað sleppa við. Þetta er eitthvað sem þú tekur með þér, þú þarft að hafa mikið fyrir þessu sem er bara hollt og gott."

Þegar Sóley er spurð að því hvað standi upp úr frá tímanum í ÍBV þá segir hún: „Það kemur strax upp í hugann bikarmeistaratitillinn 2017. Þetta var geggjaður leikur og það var frábært að vera partur af þessu liði. Þetta var í raun ólýsanlegt. Þegar maður lítur heilt yfir þetta er fólkið líka það sem stendur upp úr; allir sem hafa unnið fyrir félagið, allir leikmennirnir, allir þjálfararnir... vinskapur sem mun endast ævilangt."

Var ólýsanlegt
Eins og Sóley nefnir þá varð ÍBV bikarmeistari 2017. Varnarmaðurinn öflugi segir að það hafi verið mögnuð tilfinning að sigla með bikarinn heim í Herjólfi.

„Þetta er í alvörunni það sem maður var búin að bíða eftir að fá að gera."

„Þú getur ekki ímyndað þér það hvernig það var. Maður ólst upp við að handboltaliðin gerðu þetta regulega. Það voru allir alltaf mættir að taka á móti þeim. Þetta er í alvörunni það sem maður var búin að bíða eftir að fá að gera. Þetta var ólýsanlegt. Ég hefði frekar valið það að vinna titilinn upp á landi og sigla með hann heim frekar en að vinna hann á heimavelli. Þá hefði maður ekki fengið þessa siglingu, þessa flugeldasýningu, blys og allt annað. Að sjá að samfélagið var að fylgjast með og styðja við bakið á liðinu var algjörlega ógleymanlegt og þvílík forréttindi. Að fá svona móttökur, það er mjög erfitt að toppa þetta," segir Sóley en hún kvaddi ÍBV árið 2019 og fór í Stjörnuna.

„Það var erfitt að kveðja ÍBV en það var líka kominn tími á það. Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gert en ég tók þessa ákvörðun á mínum forsendum. Ég var búin að vera í ÍBV frá því ég byrjaði í fótbolta. Ég var búin að vera leiðtogi í liðinu mjög lengi. Mér langaði að fría mig frá smá ábyrgð, þetta var orðið smá íþyngjandi. Og mig langaði að gera eitthvað nýtt. Ég var farin að finna fyrir smá leiða í fótbolta og ég fann að ef ég ætlaði að halda áfram þá þyrfti ég nýtt umhverfi. Þetta var rétt ákvörðun, vil ég meina. Það er líka hollt að prófa eitthvað nýtt."

Ánægð þegar Stjarnan hafði samband
Sóley gekk í raðir Stjörnunnar og hefur verið þar síðan.

„Vonandi náum við að sýna öllum hvað við getum í sumar."

„Ég var ánægð þegar Stjarnan hafði samband því ég fékk að æfa með Stjörnunni á veturnar þegar ég var flutt í bæinn. Ég var farin að þekkja stelpurnar vel. Það var mjög auðveld ákvörðun að skrifa undir í Garðabænum."

Stjörnunni er spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár eftir að hafa lent í öðru sæti í fyrra. „Það er gaman að heyra þetta, en við þurfum að halda okkur á jörðinni með þessar spár. Það hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu en það er allt annað að fara í Íslandsmótið," segir Sóley.

„Ég er mjög spennt fyrir sumrinu. Við erum með mjög spennandi hóp. Við erum með góða blöndu. Það er búið að vera stígandi undanfarin ár. Þetta hefur verið uppbygging og hún hefur gengið vel. Það er búið að vera gaman að taka þátt í því og sjá hvað þjálfararnir horfa mikið fram á veginn. Þeir voru ákveðnir á sinni vegferð. Það hefði verið auðvelt að gefast upp eftir allar breytingarnar sem urðu á liðinu árið 2019 en þessi uppbygging hefur verið frábær. Vonandi náum við að sýna öllum hvað við getum í sumar."

Stjarnan mætir ÍBV í annarri umferð. Er skrítið að mæta uppeldisfélaginu?

„Það eru alltaf einhverjar tilfinningar þegar maður mætir ÍBV, eiginlega aðallega á heimavelli þeirra samt. Það er sérstakt. Það er alltaf geggjað að spila á Hásteinsvelli. Fyrstu árin var þetta erfitt, fyrsti leikurinn var ótrúlega erfiður. Við töpuðum líka 5-0. Það er gaman að mæta þessum stelpum, það eru margar ungar Eyjastelpur í liðinu og það er gaman. Ein besta vinkona mín, Kristín Erna, er líka í liðinu og það er alltaf gaman að mæta henni. Þetta er bara gaman en líka mjög sérstök tilfinning," sagði Sóley að lokum.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 1. sæti
Hin hliðin - Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner