Félagaskiptaglugginn í efstu tveimur deildunum lokar á morgun. Því er áhugavert að taka saman lista yfir leikmenn sem gætu fengið félagaskipti áður en glugganum verður lokað.
Hér fyrir neðan eru tíu leikmenn sem gætu mögulega fengið fengið skipti úr félögum eða í félög í Bestu deild karla áður en glugginn lokar.
Hér fyrir neðan eru tíu leikmenn sem gætu mögulega fengið fengið skipti úr félögum eða í félög í Bestu deild karla áður en glugginn lokar.
Aron Snær Friðriksson - Var orðaður við önnur félög í vetur. Er hann sáttur við að vera varamarkvörður í Vesturbænum?
Ástbjörn Þórðarson - Virðist ekki vera mikið inn í myndinni hjá FH. Þessi öflugi bakvörður hefur verið orðaður við Keflavík og Fram.
Eyþór Aron Wöhler - Annar sóknarmaður úr Breiðabliki. Er ekki fyrsta nafn á blað í Kópavoginum og gæti leitað annað til að fá stærra hlutverk. ÍBV hefur verið nefnt til sögunnar í tengslum við hann.
Gylfi Þór Sigurðsson - Klárlega langstærsta nafnið á þessum lista. Er frjálst að semja við félag eftir að mál gegn honum á Bretlandi var fellt niður. Ef hann vill halda áfram í fótbolta gæti verið tilvalið fyrir hann að semja við félag í Bestu deildinni og spila hér í sumar. Þá gæti hann komið sér í leikform og samið svo við félag úti í heimi í sumar. Ef hann semur við félag hér á landi þá fer hann að öllum líkindum í FH.
Klæmint Olsen - Sóknarmaður sem er á láni hjá Breiðabliki frá NSÍ Runavík í Færeyjum. Hefur verið utan hóps í öllum deildarleikjum Blika til þessa.
Mikkel Qvist - Danskur varnarmaður sem hefur leikið með Breiðabliki og KA hér á landi. Spurning hvort einhver félög muni heyra í honum áður en glugginn lokar. Hann er í augnablikinu án félags samkvæmt Transfermarkt.
Oliver Heiðarsson - Sterkur kantmaður sem hefur verið orðaður við ÍBV. Spurning hvort FH sé tilbúið að leyfa honum að fara.
Athugasemdir