Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   mið 26. júní 2024 21:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Belgar mættu of seint á völlinn - Tedesco brjálaður
Mynd: EPA

Belgía er komið áfram í 16-liða úrslit á EM eftir markalaust jafntefli gegn Úkraínu í dag. Domenico Tedesco landsliðsþjálfari Belgíu var allt annað en sáttur eftir leikinn.


„Ég hef aldrei séð annað eins. Það tók okkur klukkutíma að komast frá hótelinu á völlinn í lögreglufylgd. Það var engin traffík en samt fóru þeir á 20-25 kílómetra hraða. Það var alltaf rautt ljós. Ég hafði tvær mínútur til að ræða við leikmenn fyrir leikinn og við þurftum að taka styttri upphitun, algjörlega ótrúlegt," sagði Tedesco sem var mjög ósáttur við það að leiknum hafi ekki verið seinkað.

Belgar voru ekki sannfærandi í riðlakeppninni og enduðu í 2. sæti riðilsins á eftir Rúmeníu en stuðningsmenn liðsins létu óánægju sína í ljós eftir leikinn þegar þeir bauluðu á liðið.

„Við erum svolítið hissa. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að komast áfram. Við töpuðum fyrsta leiknum svo þetta var ekki auðvelt eftir það. Ég er ekki með nein skilaboð til stuðningsmanna önnur en þau að við þurfum á þeim að halda," sagði Tedesco.


Athugasemdir
banner
banner
banner