Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   mið 26. júní 2024 19:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Víkingur lagði Stjörnuna í mögnuðum leik - FH vann Tindastól
Selma Dögg tryggði Víkingum sigur
Selma Dögg tryggði Víkingum sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur vann magnaðan endurkomusigur gegn Stjörnunni í Víkinni í kvöld.


Gestirnir náðu forystunni eftir rúmlega stundafjórðung en Hafdís Bára Höskuldsdóttir jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks þegar hún skoraði með hælnum.

Staðan var ekki lengi jöfn þar sem Esther Rós Arnarsdóttir kom Stjörnunni aftur í forystu stuttu síðar með stórkostlegu marki.

Víkingur komst í forystu í síðari hálfleik en mörkin tvö komu aðeins með tveggja mínútna millibili. 3-2 sigur Víkings í mögnuðum leik.

FH byrjaði af krafti gegn Tindastóli. Staðan var orðin 2-0 snemma leiks. Ída Marín skoraði annað mark FH og gat bætt þriðja markinu við snemma í síðari hálfleik en hitti ekki boltann úr dauðafæri.

Í staðin minnkaði Jordyn Rhoads muninn en FH-ingar gerðu út um vonir Tindastóls með tveimur mörkum undir lokin.

Víkingur R. 3 - 2 Stjarnan
0-1 Hulda Hrund Arnarsdóttir ('18 )
1-1 Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('41 )
1-2 Esther Rós Arnarsdóttir ('42 )
2-2 Shaina Faiena Ashouri ('65 )
3-2 Selma Dögg Björgvinsdóttir ('67 )
Lestu um leikinn

FH 4 - 1 Tindastóll
1-0 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('9 )
2-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('12 )
2-1 Jordyn Rhodes ('68 )
3-1 Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('84 )
4-1 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('88 )
Lestu um leikinn


Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 10 9 0 1 27 - 4 +23 27
2.    Valur 10 9 0 1 31 - 11 +20 27
3.    Þór/KA 10 7 0 3 26 - 12 +14 21
4.    FH 10 5 1 4 16 - 17 -1 16
5.    Víkingur R. 10 4 3 3 16 - 19 -3 15
6.    Þróttur R. 10 3 1 6 9 - 13 -4 10
7.    Tindastóll 10 3 1 6 12 - 21 -9 10
8.    Stjarnan 10 3 0 7 14 - 27 -13 9
9.    Keflavík 10 2 0 8 7 - 21 -14 6
10.    Fylkir 10 1 2 7 10 - 23 -13 5
Athugasemdir
banner
banner