Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
Jón Þór: Eina skilyrðið sem ég setti fyrir að leyfa þessa skó var svona mark
Viktor Jóns: Loksins skorar hann
Tryggvi Hrafn: Þegar þeir skora koðnum við niður
Kjartan Henry: Það er engin klisja
Dóri Árna: Vorkenni því fólki sem greiddi sig inn á völlinn
Reynir að þakka traustið - „Heimir lætur okkur æfa alveg nóg"
Steini Eiðs: Óþarfa stress miðað við yfirburðina í leiknum
Viðar Örn: Barnalegt af mér að vera spila fyrstu 4-5 leikina
Ómar Ingi: Held að allir hafi séð nema Vilhjálmur að þetta hafi farið í hendina
Rúnar Páll er mjög spenntur: Það er gír í okkur
Jökull óánægður með varnarleikinn: Vonbrigði fyrir okkur
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
   mið 26. júní 2024 23:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Lengjudeildin
Dragan var ósáttur við varnarleik sinna manna í mörkunum.
Dragan var ósáttur við varnarleik sinna manna í mörkunum.
Mynd: Raggi Óla
'Við þurfum að hætta að hjálpa andstæðingum okkar að vinna leikina á móti okkur.'
'Við þurfum að hætta að hjálpa andstæðingum okkar að vinna leikina á móti okkur.'
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Skelfilegt að tapa 3-1, mér finnst það svolítið stór munur miðað við færin. Aron (Birkir Stefánsson) varði mjög vel, þrisvar meistaralega, hann er frábær markmaður og sýndi það í dag. Við hefðum kannski átt að klára betur," sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, eftir tap á heimavelli gegn Þór í kvöld.

Þórsarar voru betri stærstan hluta fyrri hálfleiks en Dalvíkingar fengu þó sín færi. Þórsarar leiddu 0-2 í hálfleik, komust svo í 0-3 í seinni hálfleik áður en heimamenn minnkuðu muninn.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  3 Þór

Dragan var spurður út í mörkin hjá Þórsurum. Hann var vægast sagt ekki ánægður með varnarleik sinna manna í þeim færum.

„Ekki smá sofandi, menn voru alveg sofandi í fyrsta markinu! Ég var búinn að kalla á menn að fara fyrir utan vítateig og blokkera skotið. Við eigum að gera miklu betur í öðru markinu og líka í þriðja markinu, hælspyrna, eitthvað kjaftæði, leit kannski út fyrir að vera flott en það er bara kjaftæði að fá á sig svona mark. Þetta er næstum alveg eins mark og við fengum á okkur á móti Grindavík. Í bæði skiptin snúa leikmennirnir sem skora bakinu í okkar mark, þetta er mjög slæmt. Við eigum að gera betur og getum gert það. Við erum búnir að spila vel varnarlega marga leiki í röð, þess vegna er mjög slæmt að fá svona mörk á okkur."

Dragan var ánægður með seinni hálfleikinn, liðið hans skapaði færi en Þórsarar gerðu út um leikinn með þriðja markinu. „Það er alltaf erfitt að koma til baka úr 3-0. Ég er mjög ánægður með seinni hálfleik. Við erum í sterkari deild en í fyrra. Í fyrra var ekki vandamál ef við byrjuðum ekki leik alveg frá fyrstu mínútu, vorum kannski að vakna eftir 10-15 mínútur. Í þessari deild er það mjög erfitt eins og sést í dag."

Dragan var spurður út í dómgæsluna í leiknum. „Línan var ekki bein, en þetta var bara allt í lagi, fínt. Við ætlum ekki að hugsa um dómarann, við þurfum bara að gera betur."

Frábært veður og rúmlega full stúka
Það var virkilega vel mætt á Dalvíkurvöll í kvöld, stúkan troðfull og mikið af fólki í brekkunni við hlið stúkunnar. Veðrið var mjög gott, hreyfði varla vind og ríflega tíu stiga hiti.

„Þetta var allt frábært, full stúka og meira en það. Það er kannski betra að fá rigningu, vind og vinna leik," sagði Dragan og brosti.

Þurfa að hætta að hjálpa andstæðingunum
Hann var svo spurður út í framhaldið. „Við þurfum að byrja að vinna leiki. Við unnum ÍBV sem var frábært, þeir hafa sýnt að þeir eru mjög gott lið. Með því að sýna að við getum unnið þá, þá getum við unnið fleiri leiki. Við þurfum að hætta að hjálpa andstæðingum okkar að vinna leikina á móti okkur. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Við þurfum að spila fyrir okkur, ekki hjálpa þeim. Þá getum við unnið leik," sagði Dragan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner