Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   mið 26. júní 2024 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM: Georgía áfram eftir sigur á Portúgal - Tyrkland áfram
Mynd: EPA

Georgía er komið í 16-liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti eftir magnaðan sigur á Portúgal í kvöld.


Portúgal var þegar komið áfram og gerði Roberto Martinez átta breytingar á liðinu fyrir leikinn.

Georgía náði forystunni strax á 2. mínútu þegar Khivicha Kvaratskhelia komst í gegn eftir skyndisókn og setti boltann í fjærhornið framhjá Diogo Costa í marki Portúgals.

Eftir klukkutíma leik fékk Georgía vítaspyrnu þegar Antonio Silva braut klaufalega á Luka Lochoshvili. Georges Mikautadze skoraði úr spyrnunni og kom Georgíu 2-0 yfir.

Portúgal náði lítið sem ekkert að ógna Georgíu og sigur Georgíu staðreynd.

Tékkar eru úr leik en þeir gerðu sér þetta erfitt fyrir gegn Tyrklandi. Staðan var markalaus í hálfleik en Tékkar spiluðu manni færri lengst af þar sem Antonin Barak nældi sér í tvö gul spjöld í fyrri hálfleik.

Þetta var orðið ansi svart fyrir Tékka þegar Hakan Calhanoglou kom Tyrkjum yfir snemma í síðari hálfleik en manni færri tókst Tomas Soucek að jafna metin fyrir Tékka.

Cenk Tosun tryggði Tyrkjum sigur meeð marki í uppbótatíma. Það sauð allt upp úr þegar flautað var til leiksloka og rauð spjöld fóru á loft.

Czech Republic 1 - 2 Turkey
0-1 Hakan Calhanoglu ('51 )
1-1 Tomas Soucek ('66 )
1-2 Cenk Tosun ('90 )
Rautt spjald: Antonin Barak, Czech Republic ('20)

Georgia 2 - 0 Portugal
1-0 Khvicha Kvaratskhelia ('2 )
2-0 Georges Mikautadze ('57 , víti)

F-riðill
1. Portúgal 6 stig
2. Tyrkland 6. stig
3. Georgía 4 stig
4. Tékkland 1 stig


Athugasemdir
banner
banner