Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   mið 26. júní 2024 12:35
Elvar Geir Magnússon
Heimir mætir vini sínum í kvöld - Leikurinn sýndur á Ölveri
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Eftir svekkjandi 1-0 tap gegn Mexíkó í fyrstu umferð Copa America munu Heimir Hallgrímsson og lærisveinar í Jamaíku mæta Ekvador í kvöld. Heimir býst við erfiðum leik en landsliðsþjálfari Ekvador er Spánverjinn Felix Sanchez.

„Ég þekki Felix Sanchez virkilega vel frá árum mínum í Katar. Hann er góður vinur minn og ég mun gera allt til að vinna leikinn," sagði Heimir á fréttamannafundi en þegar hann stýrði Al-Arabi í Katar var Sanchez landsliðsþjálfari Katar.

„Þetta verður afskaplega erfiður leikur. Við þurfum að passa okkur því það er erfitt að lenda undir gegn liði eins og Ekvador. Við verðum að taka takmarkaðar áhættur."

„Fjölmiðlar töldu fyrirfram að Ekvador væri með sigurstranglegasta liðið í riðlinum enda höfðu þeir gert frábæra hluti í aðdragandanum. Það er erfitt að brjóta þá á bak aftur og það eru ekki mörg mörk skoruð í leikjum þeirra. Þeir hafa náð góðum úrslitum gegn stærstu liðum Suður-Ameríku."

„Allir eru heilir og klárir í slaginn í mínu liði. Það eru góðar fréttir. Allir eru ferskir og vilja spila stóra leiki fyrir Jamaíku, það er mikil samkeppni um sæti í liðinu og það er heilbrigt og gott."

Jamaíka mætir Ekvador á Allegiant leikvangnum í Las Vegas. Leikurinn hefst klukkan 22:00 og verður sýndur beint á sportbarnum Ölveri í Glæsibæ.
Athugasemdir
banner
banner
banner