Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   mið 26. júní 2024 22:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Í fyrsta sinn sem Ronaldo skorar ekki í riðlakeppni
Mynd: EPA

Portúgal var búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitin á EM fyrir leikinn gegn Georgíu í kvöld og voru margir sterkir leikmenn hvíldir. Georgía vann leikinn 2-0 og komst áfram á sínu fyrsta stórmóti.


Cristiano Ronaldo var einn þriggja leikmanna sem hélt sæti sínu en þessum 39 ára gamla leikmanni mistókst að skora í kvöld. Þetta var í fyrsta sinn í riðlakeppni á stórmóti sem hann skorar ekki í riðlakeppni.

Eftir hálftíma leik fékk Ronaldo að líta gula spjaldið þegar hann brást illa við að hafa ekki fengið vítaspyrnu þegar hann var rifinn niður í teignum. Hann var síðan tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik en hann var sýnilega mjög pirraður.

Ronaldo hefur tækifæri til að skora sitt fyrsta mark á mótinu þegar Portúgal mætir Slóveníu í 16-liða úrslitunum mánudaginn 1. júlí. Hann er markahæsti leikmaður sögunnar á EM með 14 mörk.


Athugasemdir
banner
banner