Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   mið 26. júní 2024 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: Góð endurkoma Fram gegn Grindavík - ÍA lagði ÍBV
Lengjudeildin
Mynd: Toggi Pop

ÍA lagði ÍBV og Fram vann Grindavík í mögnuðum leik í Lengjudeild kvenna í kvöld.


ÍA var með 2-0 forystu í hálfleik en liðið fékk á sig vítaspyrnu í þeim síðari og Eyjakonur minnkuðu muninn.

Það var ekki fyrr en undir lok leiksins sem Dagbjört Líf Guðmundsdóttir gulltryggði ÍA sigur.

Alda Ólafsdóttir kom Fram yfir gegn Grindavík en Unnur Stefánsdóttir skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili fyrir Grindvíkinga og kom þeim í forystu.

Áður en flautað var til loka fyrri hálfleiksins skoraði Eyrún Vala Harðardóttir og jafnaði metin fyrir Fram.

Í seinni hálfleik reyndust Framarar sterkari og bættu tveimur mörkum við.

ÍA 3 - 1 ÍBV
1-0 Erna Björt Elíasdóttir ('31 )
2-0 Helena Jónsdóttir ('41 , Sjálfsmark)
2-1 Telusila Mataaho Vunipola ('67 , Mark úr víti)
3-1 Dagbjört Líf Guðmundsdóttir ('89 )

Fram 4 - 2 Grindavík
1-0 Alda Ólafsdóttir ('24 )
1-1 Unnur Stefánsdóttir ('36 )
1-2 Unnur Stefánsdóttir ('38 )
2-2 Eyrún Vala Harðardóttir ('41 )
3-2 Alda Ólafsdóttir ('49 )
4-2 Telma Steindórsdóttir ('61 )


Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 8 6 1 1 29 - 16 +13 19
2.    Afturelding 8 5 1 2 11 - 6 +5 16
3.    HK 8 4 2 2 21 - 11 +10 14
4.    Grótta 8 3 3 2 13 - 12 +1 12
5.    ÍA 8 4 0 4 12 - 14 -2 12
6.    Fram 8 3 2 3 17 - 12 +5 11
7.    Grindavík 8 3 1 4 9 - 13 -4 10
8.    Selfoss 8 2 3 3 10 - 11 -1 9
9.    ÍBV 8 2 1 5 10 - 15 -5 7
10.    ÍR 8 1 0 7 6 - 28 -22 3
Athugasemdir
banner
banner
banner