Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
Jón Þór: Eina skilyrðið sem ég setti fyrir að leyfa þessa skó var svona mark
Viktor Jóns: Loksins skorar hann
Tryggvi Hrafn: Þegar þeir skora koðnum við niður
Kjartan Henry: Það er engin klisja
Dóri Árna: Vorkenni því fólki sem greiddi sig inn á völlinn
Reynir að þakka traustið - „Heimir lætur okkur æfa alveg nóg"
Steini Eiðs: Óþarfa stress miðað við yfirburðina í leiknum
Viðar Örn: Barnalegt af mér að vera spila fyrstu 4-5 leikina
Ómar Ingi: Held að allir hafi séð nema Vilhjálmur að þetta hafi farið í hendina
Rúnar Páll er mjög spenntur: Það er gír í okkur
Jökull óánægður með varnarleikinn: Vonbrigði fyrir okkur
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
   mið 26. júní 2024 22:19
Sævar Þór Sveinsson
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis.
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum.“ sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, eftir 3-1 sigur gegn Þrótti í 9. umferð Lengjudeild karla.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 Þróttur R.

Við spiluðum mjög góðan fótbolta í fyrri hálfleiknum og uppskárum tvö mörk snemma í leiknum. Seinni hálfleikurinn var eitthvað sem við viljum líta betur á og bæta. Förum illa með mikið af færum og góðum leikstöðum þar sem við eigum að gera betur.

Jorgen Pettersen minnkaði muninn á 87. mínútu leiksins fyrir Þrótt sem hefði mögulega getað fært smá spennu í lokamínútur leiksins.

Ég var ekkert laus við það að það færi smá ónotatilfinning um mig þegar þeir minnka muninn. Við vissum að það yrði talsvert bætt við og við vorum komnir of aftarlega. Þeir voru búnir að negla okkur ansi langt niður völlinn. Svo bara fáum við góða skyndisókn og tryggjum sigurinn.

Leiknir kemur til með að etja kappi gegn Dalvík/Reyni á sunnudaginn fyrir norðan. Það verður þriðji leikur Leiknis á átta dögum, þar af eru tveir af þeim útileikir fyrir norðan en hinir útileikurinn var gegn Þór.

Við förum varlega á æfingum og strákarnir hugsa vel um sig og koma eins tilbúnir og þeir geta í öll verkefni. Það er ekkert hægt að biðja um mikið meira þegar það er spilað svona ört.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner