Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   mið 26. júní 2024 21:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Svona líta 16-liða úrslit EM út
Georgía komið í 16 liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti
Georgía komið í 16 liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti
Mynd: EPA

Nú er orðið ljóst hvaða lið munu leika í 16 liða úrslitunum á EM. Tyrkland og Georgía voru síðustu liðin til að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitin.


Georgía er á sínu fyrsta stórmóti og tryggði sér sætið í 16 liða úrslitunum með glæsilegum sigri á Portúgal. Georgía fær ansi erfitt verkefni þar en liðið mætir Spánverjum.

England mætir Slóvakíu, heimamenn í Þýskalandi mætir Danmörku og Frakkland og Belgía mætast svo eitthvað sé nefnt.

16 liða úrslitin

Laugardagur 29 júní
16:00 Sviss - Ítalía
19:00 Þýskaland - Danmörk

Sunnudagur 30. júní
16:00 England - Slóvakía
19:00 Spánn - Georgía

Mánudagur 1. Júlí
16:00 Frakkland - Belgía
19:00 Portúgal - Slóvenía

Þriðjudagur 2. Júlí
16:00 Rúmenía - Holland
19:00 Austurríki - Tyrkland


Athugasemdir
banner
banner