Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fim 26. október 2023 15:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gent
Byrjunarlið Breiðabliks í Belgíu: Dóri gerir tvær breytingar
Oliver kemur inn í liðið.
Oliver kemur inn í liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti keppnisleikur sem aðalþjálfari Breiðabliks.
Fyrsti keppnisleikur sem aðalþjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 16:45 mætir Breiðablik liði Gent í 3. umferð riðlakeppninnar í Sambandsdeildinni.

Búið er að opinbera byrjunarlið Breiðabliks og má sjá það hér að neðan.

Leikurinn er fyrsti keppnisleikur Halldórs Árnasonar sem aðalþjálfari Breiðabliks en hann tók við af Óskari Hrafni Þorvaldssyni snemma í þessum mánuði.

Lestu um leikinn: Gent 5 -  0 Breiðablik

Dóri gerir tvær breytingar á liðinu sem mætti Zorya Luhansk í síðustu umferð riðlakeppninnar.

Davíð Ingvarsson kemur inn fyrir Kristin Steindórsson og Oliver Sigurjónsson byrjar í stað Alexanders Helga Sigurðarsonar.

Alexander er ekki í hópnum hjá Blikum.

Byrjunarliðið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
14. Jason Daði Svanþórsson
20. Klæmint Olsen
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson
Athugasemdir
banner
banner