Luis de la Fuente landsliðsþjálfari Spánverja hefur framlengt samning sinn og gildir hann út næsta Evrópumót.
De la Fuente hefur gert frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Spáni síðan hann tók við fyrir rétt rúmum tveimur árum síðan. Spánverjar unnu Þjóðadeildina á fyrsta ári hans við stjórnvölinn og sigruðu svo alla leikina sína á EM til að hampa Evrópumeistaratitlinum í fyrra.
Nýr samningur De la Fuente gildir út EM 2028, sem verður haldið í Bretlandi.
De la Fuente er 63 ára gamall og þjálfaði U19, U21 og U23 landslið Spánar áður en hann tók við A-landsliðinu.
???????? Luis de la Fuente renueva como seleccionador nacional hasta el año 2028.
— RFEF (@rfef) January 27, 2025
?? La RFEF apuesta por la continuidad del técnico de la @SEFutbol que ha llevado a España a la conquista de la última edición de la Eurocopa y de la UEFA Nations League.
?? https://t.co/WJEVQCtBbf pic.twitter.com/sZo6pODcHq
Athugasemdir