Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   mán 27. janúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mathys Tel gæti enn farið
Mathys Tel skoraði 10 mörk í 41 leik á síðustu leiktíð.
Mathys Tel skoraði 10 mörk í 41 leik á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA
Framtíð Mathys Tel er óljós þar sem leikmaðurinn virðist ekki vera í áformum Vincent Kompany á yfirstandandi tímabili, þrátt fyrir að Kompany segist ekki vilja missa ungstirnið á láni.

Tel er 19 ára gamall og vill meiri spiltíma hjá Bayern, sem honum hefur verið lofað bæði af þjálfaranum og stjórnendum. Þetta kom fram í fjölmiðlum fyrr í janúar en síðan þá hefur Tel ekki fengið eina einustu mínútu með aðalliði Bayern.

Mögulegt er að Tel sé reiðubúinn til að sýna meiri þolinmæði og bíða eftir tækifærinu sínu en það eru nokkur afar áhugasöm félagslið og má þar helst nefna Chelsea.

Chelsea hefur áhuga á að kaupa Tel frá Bayern en þýska stórveldið er nú þegar í viðræðum við Chelsea um möguleg félagaskipti Christopher Nkunku aftur í þýska boltann.

Tel, sem er vinstri kantmaður að upplagi, er með fjögur og hálft ár eftir af samningi. Það eru minnst sjö sterk félagslið sem vilja fá hann á lánssamningi út tímabilið.
Athugasemdir
banner