Fótboltafréttamaðurinn mikilsvirti Fabrizio Romano segir að viðræður á milli Santos, Al-Hilal og Neymar séu á lokastigi.
Brasilíska stórstjarnan er að öllum líkindum á leið heim til Santos þar sem hann mun eignast hlut í uppeldisfélaginu sínu sem seldi hann til Barcelona sumarið 2013.
Dvöl Neymar hjá Al-Hilal hefur ekki verið góð þar sem mikil meiðslavandræði hafa hrjáð leikmanninn.
Neymar er 32 ára gamall og hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum á einu og hálfu ári hjá Al-Hilal.
Athugasemdir