Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 00:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Copa America: Lærisveinar Heimis úr leik eftir tap gegn Ekvador
Michail Antonio skoraði mark Jamaíku
Michail Antonio skoraði mark Jamaíku
Mynd: Getty Images

Ekvador 3 - 1 Jamaíka
1-0 Kasey Palmer ('13 , sjálfsmark)
2-0 Kendry Paez ('45 , víti)
2-1 Michail Antonio ('54 )
3-1 Alan Minda ('90 )


Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í Jamaíku eru úr leik í Copa America eftir tap gegn Ekvador  í kvöld.

Liðið lenti undir eftir tæplega stundafjórðung þegar fyrirgjöf fór af Kasey Paalmer og flaug yfir Jahmali Waite í marki Jamaíku og í netið.

Kendry Paez bætti öðru markinu við fyrir Ekvador þegar hann skoraði úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Jamaíka náði að klóra í bakkann þegar Michail Antonio, framherji West Ham, kom boltanum í netið af stuttu færi af miklu harðfylgi. Alan Minda innsiglaði sigur Ekvador með marki í uppbótatíma.

Jamaíka er með 0 stig eftir tap gegn Mexíkó í fyrstu umferð en liðið mætir Venesúvela í lokaumferðinni. Ekvador er á toppi riðilsins með 3 stig en Venesúvela og Mexíkó mætast í nótt en bæði lið eru með þrjú stig eftir fyrstu umferðina.


Athugasemdir
banner
banner