14. umferð Lengjudeildarinnar hefst í kvöld með einum leik og lýkur með fjórum leikjum á laugardag. Það er Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA, sem spáir í leiki umferðarinnar.
Það var Björn Axel Guðjónsson sem spáði í leiki síðustu umferðar og gerði sér lítið fyrir og er orðinn sá getspakasti í sumar. Hann var með fimm rétta og þar af tvo hárrétta.
Hrannar spáir leikjunum svona:
Það var Björn Axel Guðjónsson sem spáði í leiki síðustu umferðar og gerði sér lítið fyrir og er orðinn sá getspakasti í sumar. Hann var með fimm rétta og þar af tvo hárrétta.
Hrannar spáir leikjunum svona:
Ægir 2 - 1 Þróttur (í kvöld 19:15)
Ég spáði því fyrir tímabilið að Ægir myndi halda sér í deildinni þannig ég verð að spá þeim sigri í þessum leik og þ.a.l. búa til alvöru spennu í neðri hlutanum.
Afturelding 3 - 2 ÍA (föstudag 19:15)
Það virðist rosalega fátt ætla að stöðva Magga og félaga í að skeina þessari deild og ég á ekki von á að það verði breyting á því á föstudaginn. Ég á líka góða vini í Mosó þannig það leynist alltaf smá Mosfellingur í manni. Þetta verður litla veislan og Hjörvar Sigurgeirs tryggir okkur eins marks sigur undir lokin.
Fjölnir 3 - 1 Selfoss (laugardagur 14:00)
Þrátt fyrir mjög sterkan sigur Selfoss gegn Grindvíkingum í síðustu umferð á ég ekki von á öðru en að Fjölnir verði búnir að jarðtengja þá snemma í fyrri hálfleik og Selfyssingar verða slegnir. Fjölnir bætir svo við þriðja markinu um miðjan seinni hálfleik áður en Selfyssingar klóra í bakkann.
Njarðvík 2 - 3 Grindavík (laugardagur 14:00)
Þetta verður leikur umferðarinnar. Það verða víti, slagsmál og jafnvel einhver rauð spjöld sem fara á loft. Liðin munu skiptast á að skora þangað til í lokin þegar Gaui skorar kolólöglegt mark og það verður allt vitlaust í kjölfarið. Tíminn verður of naumur fyrir græna og leikurinn mun fjara út.
Leiknir 0 - 2 Þór (laugardagur 14:00)
Mínir menn í Þorpinu mæta með alvöru hugarfar eftir leikinn við Gróttu í vikunni og sækja sinn fyrsta útisigur í sumar. Alexander Már, einhver veikasti Arsenal maður á landinu lokar þessu með tveimur mörkum eftir að Elmar neglir tveimur alvöru boltum í ennið á honum og Óðinn Svan vinur minn (sem er hræddur við hunda) skálar í 2-3 í kjölfarið.
Vestri 2 - 2 Grótta (laugardagur 14:00
Gróttumenn eru ekki hrifnir af því að spila á grasi og því lengra sem það er frá höfuðborgarsvæðinu, því verra. Vestri verður betri aðilinn í leiknum og komast tvívegis yfir en Aron Bjarki bjargar sínum mönnum frá tapi seint í síðari hálfleik með skalla eftir hornspyrnu.
Fyrri spámenn:
Björn Axel Guðjónsson (5 réttir)
Arnþór Ari Atlason (4 réttir)
Eggert Aron Guðmundsson (4 réttir)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (3 réttir)
Þráinn Orri Jónsson (3 réttir)
Gunnar Birgisson (3 rétt)
Gunnar Þorsteinsson (2 réttir)
Birnir Snær Ingason (2 réttir)
Sævar Atli Magnússon (2 réttir)
Aron Jóhannsson (1 réttur)
Kjartan Kári Halldórsson (0 réttir)
Hér fyrir neðan má hlusta á Innkastið frá því í fyrrakvöld þar sem meðal annars var rætt um Lengjudeildina. Þá er hægt að skoða stöðutöfluna í deildinni fyrir neðan.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir