Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 28. febrúar 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðablik og ÍA sýndu Úkraínu stuðning
Mynd: Blikar.is
Breiðablik og ÍA áttust við í Lengjubikar karla á laugardag. Að lokum voru það Blikar sem fóru með sigur af hólmi, 3-1.

Kristinn Steindórsson kom snemma í forystu, en Guðmundur Tyrfingsson var ekki lengi að jafna metin fyrir Skagamenn. Eftir rúmlega hálftíma leik fékk svo Elfar Freyr Helgason, miðvörður Breiðabliks, að líta rauða spjaldið er hann togaði andstæðing niður.

Breiðablik var einum færri í um klukktíma, en tókst samt að knýja fram sigur. Benedikt Warén skoraði á 85. mínútu og Höskuldur Gunnlaugsson gerði mark úr vítaspyrnu áður en flautað var af. Lokatölur 3-1 fyrir Blika, sem enduðu níu eftir að Benedikt, markaskorari liðsins, fékk sitt annað gula spjald í uppbótartímanum.

Fyrir leik komu leikmenn liðanna saman og sýndu Úkraínu stuðning á þessum erfiðu tímum. Rússneski herinn réðst inn í Úkraínu og þar er núna stríðsástand.

Fyrirliðar liðanna, Árni Snær Ólafsson og Höskuldur Gunnlaugsson, héldu á úkraínskum borða fyrir leik til þess að sýna samstöðu með Úkraínu.

„Fánann á myndinni fengu Blikar ađ gjöf síðasta haust þegar að stelpurnar okkar spiluðu í úkraínsku borginni Kharkiv sem í dag er ein af miðpunktum blóðugra bardaga," segir í færslu Breiðabliks á Instagram.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner