Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 28. apríl 2023 15:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Er að minna mann á byrjunina hjá Breiðabliki í fyrra"
Víkingar eru á toppnum með fullt hús og hafa ekki enn fengið á sig mark.
Víkingar eru á toppnum með fullt hús og hafa ekki enn fengið á sig mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur hefur farið gríðarlega vel af stað í Bestu deildinni en þeir eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki spilaða.

Víkingur hefur skorað sjö mörk og eru ekki enn búnir að fá á sig mark í fyrstu leikjunum.

„Þetta er þriðji leikurinn í röð þar sem þeir eru talsvert betri en andstæðingurinn," sagði Sæbjörn Þór Steinke í Innkastinu fyrr í þessari viku og bætti við:

„Þeir eru ekkert eðlilega sannfærandi."

„Þeir eru ekki búnir að fá á sig mark. Byrjunin hjá þeim er að minna mann á byrjunina hjá Breiðabliki í fyrra," sagði Elvar Geir Magnússon í þættinum.

Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrra en liðið vann fyrstu átta leiki sína í Bestu deildinni á síðustu leiktíð.

„Þeir hafa stimplað sig vel inn í fyrstu þremur leikjunum og líta hrikalega vel út," sagði Óskar Smári Haraldsson í þættinum.

Næsti leikur Víkinga er á morgun gegn KA. Er sá leikur á Víkingsvelli og hefst klukkan 17:00.
Innkastið - Víkingur bauð KR upp á raunveruleikatékk
Athugasemdir
banner
banner