Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fös 28. apríl 2023 10:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: ka.is 
KA spilar heimaleikina í Evrópu á Framvellinum (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA mun spila heimaleiki sína í forkeppni Sambandsdeildarinnar á Framvellinum í Úlfarsárdal. Frá þessu er greint á heimasíðu KA.

Þetta er í fyrsta skiptið í 20 ár sem KA er í Evrópukeppni. Greifavöllurinn er heimavöllur KA en stúkan við völlinn uppfyllir ekki kröfur UEFA og því var leitað til Framara um að fá afnot af vellinum.

„Að þessu sinni getur félagið ekki spilað heimaleiki sína á Greifavellinum, heimavelli KA, sökum þess að hann uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til leikja af þessari stærðargráðu. Nú standa yfir framkvæmdir á vegum Akureyrarbæjar við gerð nýs keppnisvallar, yfirbyggðar stúku og félagsaðstöðu á KA svæðinu. Munu þessi nýju mannvirki uppfylla fyrrgreindar kröfur," segir í fréttinni á ka.is.

Hjörvar Maronsson, formaður knattspyrnudeildar KA, segir að viðræður hafi verið við nokkur félög um afnot af vellinum hjá þeim. Ekki margir vellir hafi komið til greina og hafi verið litið til gervigrasvalla.

„Samkomulag er nú í höfn um að við spilum heimaleik okkar í fyrstu umferð forkeppninnar á heimavelli Fram í Úlfarsárdal. Ég vil þakka Fram hversu vel þau tóku í beiðni okkar og sérstaklega hversu fagleg þau voru í allri sinni nálgun á verkefninu. Ég vona að KA fólk hvaðanæva af landinu fjölmenni í Úlfarsárdal í sumar og hvetji okkur menn áfram og hjálpi okkur þannig að ná markmiði okkar sem er að komast áfram í næstu umferðir í keppninni,” sagði Hjörvar að lokum.

KA hefur leik í fyrstu umferð og kemur í ljós 20. júní þegar dregið verður hvort heimaleikurinn verði 13. eða 20. júlí.
Athugasemdir
banner
banner