Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 28. júní 2020 21:01
Ívan Guðjón Baldursson
Félögum í Pepsi Max boðið í Covid-19 skimun
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Covid-19 hefur sett íslenska fótboltasumarið í hættu þar sem nokkur knattspyrnufélög eru í sóttkví eftir að upp komst um smit hjá leikmönnum í þeirra röðum.

Nú hefur leikmönnum karla- og kvennaliða í Pepsi Max-deildunum verið boðið í skimun fyrir kórónuveirunni. Leikmönnum 2. flokka félaganna er einnig boðið í skimun.

Eins og staðan er í dag fer heilt lið í sóttkví ef einn leikmaður hefur verið smitaður í einhvern tíma. Með reglulegri Covid-19 skimun gæti verið hægt að lina reglur um sóttkví þegar upp kemst um smit, enda hefur það slæm áhrif á Íslandsmótið að fresta stöðugt leikjum því heilu liðin eru í sóttkví.

Póstur sem var sendur á Pepsi Max-liðin
Sóttvarnalæknir, Almannavarnir og Íslensk erfðagreining í samstarfi við Landspítalann ætla að skima fyrir kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdóminum.

Íslensk erfðagreining sér um framkvæmd sýnatöku og greiningu sýnanna.

Niðurstöður skimunar verða aðgengilegar á vefnum www.heilsuvera.is

Ákveðið hefur verið að bjóða leikmönnum og starfsfólki liða í Pepsi Max deildum karla og kvenna ásamt 2. flokki sömu liða í skimun.

Einnig starfsfólki íþróttamannvirkja liðana.

Ástæðan fyrir því að þessi hópur er valinn er aldursdreifing og að dæmin sýna að þetta er aldur sem á samskipt við marga.

Niðurstöður á þessari skimun verða því mjög gagnlegar.

Ykkar lið er boðið að bóka tíma á þriðjudaginn og þurfa tímapantanir að vera gerðir af hverjum einstakling fyrir sig með rafrænum skilríkum á slóðinni: www.heilsuvera.is.

Athugasemdir
banner