Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
   sun 30. júní 2024 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er súr. Mér fannst þetta vera 0-0 leikur," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 1-0 tap gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.

Þetta var fyrsta tap Haraldar við stjórnvölinn hjá Grindavík en hann hefur farið afar vel af stað með liðið.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  0 Grindavík

„Þróttararnir spiluðu betur en við í dag. Ég held að sé á hreinu, en að sama skapi eru færin mjög fá. Markið þeirra eru bara mistök hjá okkur sem var óþarfi. Ég er svekktur að við náum ekki að skapa meira fram á við. Mér fannst við geta fengið stigið."

„Það er við að skjóta okkur í fótinn sem tapar þessum leik fyrir okkur. Það vantaði púður fram á við líka. Ég er mjög ánægður með margt í mínu liði. Við erum með börn að spila og erum í smá leikjaálagi. Fólkið okkar í Grindavík vill sjá heimastrákana spila og þessir strákar eru að spila því þeir eru ofboðslega efnilegir og eru á góðri siglingu."

Halli er uppalinn Þróttari og var að snúa aftur á gamla heimavöllinn sinn í kvöld.

„Það voru tilfinningar í því að koma og spila við Þrótt. Ég held að ég hafi þjálfað eiginlega alla í byrjunarliðinu hjá þeim einhvern tímann í yngri flokkunum. Þekki þessa gaura og fjölskyldur þeirra. Það var gaman fyrir mig að koma hingað og svolítið erfitt líka. Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa, það er alltaf pirrandi," sagði Halli.

Um framhaldið sagði hann: „Ég ætla ekki að einblína of mikið á töfluna. Það skiptir engu máli því það eru svo fáir leikir búnir. Við höfum ekki mikinn tíma á milli leikja en við erum að reyna að setja saman mannskap til að vinna þessa leiki og þróa með okkur leikstíl. Við erum komnir stutt og maður þarf að passa sig á því að vera ekki óþolinmóður. Að tapa einum leik er partur af þessu. Í svona leik eigum við bara að halda hreinu. Á meðan við náum að halda hreinu fáum við stig og erum ekki að detta niður í neina fallbaráttu. Við þurfum að hugsa um það líka."

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner