Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
   sun 30. júní 2024 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Raggi Óla

Afturelding heimsóttu topplið Njarðvíkur í kvöld á Rafholtsvöllinn í Njarðvík þegar 10.umferð Lengjudeildarinnar fór fram í dag. 

Afturelding var búið að tapa síðustu tveim leikjum sínum þar til það kom að leiknum í kvöld.


Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  5 Afturelding

„Hrikalega ánægður og stoltur af strákunum. Sérstaklega kannski fyrst að við komumst í 2-0 og svo jafna þeir 2-2. Karakterinn í liðinu og liðsheildin að ná að snúa þessu síðan aftur í restina og við erum gríðarlega öflugir hérna síðustu 20 mínúturnar og frábær innkoma hjá þeim sem komu inná og bara liðsheildin sem að skóp þetta í dag, það er enginn spurning." Sagði Magnúr Már Einarsson eftir sigurinn í kvöld.

„Aðstæðurnar voru nátturlega erfiðar í dag, það er enginn spurning fyrir bæði lið. Það var vindur og hann var í allar áttir einhvernveginn og við byrjum þetta bara mjög sterkt og vildum koma sterkir inn í leikinn og frá byrjun að sjálfssögðu." 

Þrátt fyrir að Njarðvíkingarnir hefðu náð að koma tilbaka og jafna leikinn í 2-2 fór ekkert um Magnús Már á hliðarlínunni.

„Nei, satt best að segja ekki. Afþví að ég veit hvað býr í þessum strákum. Ég hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum sem að við erum með að ég hafði bara trú á því að við myndum finna sigurmark og svo komu þau í fleirtölu. Ég hafði allan tíman trú á því." 

Afturelding var eins og áður kom fram búið að tapa síðustu tveim leikjum sínum áður en það kom að leiknum í kvöld svo það var gríðarlega sterkt að ná sigri gegn toppliðinu í kvöld.

„Mjög sterkt og sýnir bara karakterinn í hópnum. Nú viljum við meira, við viljum miklu meira en þetta. Einn sigurleikur og frábær leikur í dag en það er leikur strax á fimmtudaginn þannig við þurfum bara að undirbúa okkur af fagmennsku og vera klárir á fimmtudaginn. Það er erfiður leikur á móti ÍR í Breiðholtinu og við þurfum að mæta klárir þar.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 10 7 2 1 21 - 12 +9 23
2.    Njarðvík 10 6 2 2 22 - 14 +8 20
3.    ÍBV 10 4 4 2 22 - 13 +9 16
4.    Afturelding 10 4 2 4 16 - 19 -3 14
5.    Grindavík 9 3 4 2 17 - 14 +3 13
6.    ÍR 10 3 4 3 13 - 17 -4 13
7.    Leiknir R. 10 4 0 6 13 - 18 -5 12
8.    Keflavík 10 2 5 3 14 - 13 +1 11
9.    Þór 9 2 4 3 13 - 15 -2 10
10.    Grótta 10 2 4 4 16 - 23 -7 10
11.    Þróttur R. 10 2 3 5 14 - 16 -2 9
12.    Dalvík/Reynir 10 1 4 5 11 - 18 -7 7
Athugasemdir
banner
banner