Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
banner
   sun 30. júní 2024 22:08
Brynjar Ingi Erluson
Omari Hutchinson til Ipswich fyrir metfé (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ipswich Town festi í kvöld kaup enska vængmanninum Omari Hutchinson en hann kemur til félagsins frá Chelsea fyrir metfé eða 18 milljónir punda.

Þessi 20 ára gamli leikmaður var á láni hjá Ipswich á síðustu leiktíð er liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina.

Ipswich náði á dögunum samkomulagi við Chelsea um kaup á Hutchinson og skrifaði hann í kvöld undir langtímasamning við félagið en hann er nú dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Félagið greiðir 18 milljónir punda en sú upphæð gæti hækkað ef hann nær ákveðnum áföngum.

Hutchinson, sem er fæddur og uppalinn á Bretlandseyjum, er landsliðsmaður Jamaíku, en hann á að baki 2 landsleiki undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.


Athugasemdir
banner
banner
banner