Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   mán 01. júlí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Copa America: Reggístrákarnir hans Heimis enduðu mótið stigalausir
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Jamaíku
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Jamaíku
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í Jamaíku töpuðu fyrir Venesúela, 3-0, í lokaleik þjóðanna í B-riðli Copa America í Bandaríkjunum í nótt.

Eduard Bello og Salomon Rondon skoruðu tvömörk fyrir Venesúela í byrjun síðari hálfleiks og þá gerði Eric Ramirez eitt undir lok leiks.

Jamaíka hafnaði í neðsta sæti riðilsins, án stiga og líklega í síðasta leik Heimis.

Jamaica Observer greindi frá því í gær að Heimir væri líklega að hætta sem þjálfari landsliðsins vegna ágreinings við fótboltasamband Jamaíku. Báðir aðilar eru sagðir þreyttir á samstarfinu og mun því líklega ljúka á næstu vikum en Heimir á tvö ár eftir af samningi sínum við sambandið.

Venesúela hafnaði í efsta sæti riðilsins með 9 stig en Ekvador í öðru sæti eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Mexíkó.

Stærstu fréttirnar eru þær að Mexíkó fer ekki upp úr riðlinum.

Úrslit og markaskorarar:

Jamaíka 0 - 3 Venesúela
0-1 Eduard Bello ('49 )
0-2 Salomon Rondon ('56 )
0-3 Eric Ramirez ('88 )

Mexíkó 0 - 0 Ekvador
Athugasemdir
banner
banner