Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
banner
   mán 01. júlí 2024 07:57
Elvar Geir Magnússon
Heimir sagði upp hjá jamaíska landsliðinu (Staðfest)
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson er hættur sem landsliðsþjálfari Jamaíku en þetta kemur fram í tilkynningu frá fótboltasambandi þjóðarinnar.

Þessi tilkynning kemur ekki á óvart því fjölmiðlar í Jamaíku höfðu greint frá því í gær að leiðir væru að skilja. Heimir ku hafa sagt upp áður en Jamaíka tapaði 3-0 fyrir Venesúela í lokaumferð riðlakeppni Copa America.

Fyrir leikinn var ljóst að Jamaíka ætti ekki möguleika á að komast áfram og hafnaði liðið stigalaust á botninum.

Samkvæmt Jamaica Observer hefur andað köldu milli Heimis og fótboltasambands Jamaíku og er brottför hans óumflýjanleg.

Heimir tók við Jamaíku árið 2022 og kom liðinu í undanúrslit Gullbikarsins og þá vann liðið bronsið í Concacaf Þjóðadeildinni og komst inn á Copa America. Undir hans stjórn vann liðið tíu leiki, tapaði tíu og gerði átta jafntefli.

Þegar hann tók við landsliðinu var það stefnan að hann myndi koma liðinu á HM 2026 og stýra liðinu þar. Hlutirnir þróuðust hinsvegar ekki á þá leið á endanum þrátt fyrir að Heimir hafi afrekað ýmislegt með liðið.

Úr yfirlýsingunni:
„Hallgrímsson kom til Jamaíku fyrir rúmum tveimur árum og hefur unnið ötullega að því að bæta landsliðið. Sambandið hefur séð mikinn ávinning yfir starfstíma hans. Við viljum þakka honum fyrir þá vinnu sem hann hefur unnið og erum ánægðir með hans framlag til liðsins. Við óskum honum velgengni í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner