Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 29. október 2022 13:04
Ívan Guðjón Baldursson
Almarr Ormarsson leggur skóna á hilluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Almarr Ormarsson er búinn að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril í íslenska boltanum þar sem hann lék yfir 300 leiki í tveimur efstu deildunum fyrir hin ýmsu félagslið.


Almarr hóf ferilinn hjá KA en lék einnig fyrir Fram, KR, Fjölni og Val. Hann spilaði ýmsar stöður á vellinum, meðal annars bakvörð, kant og miðju.

Hann var lengst af hjá KA en skipti yfir til Vals í fyrra. Hann var byrjunarliðsmaður hjá Val en missti byrjunarliðssætið í sumar og skipti yfir til Fram. Almarr hafði áður verið hjá Fram á ferlinum og lék í heildina 210 leiki fyrir félagið þar sem hann skoraði meðal annars tvennu í úrslitaleik bikarsins 2013.

„Almarr, fyrir hönd allra Frammara, viljum við þakka þér fyrir þitt framlag og dygga þjónustu í þágu félagsins. Þú getur gengið stoltur frá borði," segir meðal annars í færslu Fram.

Almarr er 34 ára gamall og lagði sitt af mörkum til að tryggja Fram góða stöðu í Bestu deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner