Tímabilinu í Bestu deild karla er opinberlega lokið. Breiðablik eru krýndir meistarar og unnu þeir 1-0 gegn sínum helstu keppinautum, Víking R., þegar liðin mættust í dag.
Blikar voru búnir að vinna titilinn svo leikur kvöldsins skipti litlu máli en Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eina markið.
Víkingur endar í þriðja sæti eftir tapið en KA lýkur keppni í öðru sæti. KA vann góðan sigur á tíu Valsörum í lokaumferðinni í dag þar sem Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði bæði mörkin í 2-0 sigri. Lasse Petry fékk rautt í fyrri hálfleik og réðu tíu gestir ekki við kraftinn í Akureyringum.
Í fallbaráttunni er það endanlega staðfest að ÍA fellur niður þrátt fyrir sigur gegn FH í Hafnarfirði en Skagamenn hefðu þurft tíu marka sigur til að bjarga sér frá falli.
KR tapaði þá heimaleik gegn Stjörnunni á meðan Keflavík burstaði Fram og ÍBV sigraði botnlið Leiknis.
Breiðablik 1 - 0 Víkingur R.
1-0 Ísak Snær Þorvaldsson ('39)
Rautt spjald: Viktor Örn Margeirsson, Breiðablik ('74)
Rautt spjald: Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðablik ('74)
KA 2 - 0 Valur
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('32)
2-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('40)
Rautt spjald: Lasse Petry, Valur ('29)
FH 1 - 2 ÍA
0-1 Gísli Laxdal Unnarsson ('40)
1-1 Úlfur Ágúst Björnsson ('45)
1-2 Eyþór Aron Wöhler ('93)
KR 0 - 2 Stjarnan
0-1 Eggert Aron Guðmundsson ('50)
0-2 Óskar Örn Hauksson ('57)
Keflavík 4 - 0 Fram
1-0 Dagur Ingi Valsson ('35)
2-0 Patrik Johannesen ('48)
3-0 Dani Hatakka ('62)
4-0 Patrik Johannesen ('81)
ÍBV 1 - 0 Leiknir R.
1-0 Arnar Breki Gunnarsson ('87)

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |