Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 29. október 2022 13:36
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið dagsins: Potter fyllir miðjuna
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Það er nóg um að vera í enska boltanum í dag þar sem fimm leikir fara af stað á sama tíma og má finna öll byrjunarliðin hér fyrir neðan.


Stærsti leikurinn fer fram í Brighton þar sem Roberto De Zerbi og lærisveinar hans leita að fyrsta sigrinum eftir brottför Graham Potter. Potter mætir sínum fyrrum lærlingum, meðal annars Levi Colwill og Billy Gilmour sem komu til Brighton frá Chelsea í sumar, en Chelsea hefur ekki enn tapað leik með nýjum stjóra.

Potter gerir fjórar breytingar á liði Chelsea sem gerði 1-1 jafntefli við Manchester United um síðustu helgi og aðeins tvær breytingar á liðinu sem sigraði í Salzburg í miðri viku.

Mateo Kovacic, Conor Gallagher, Christian Pulisic og Kai Havertz voru ekki með gegn Man Utd og koma inn í liðið fyrir Cesar Azpilicueta, Jorginho, Ben Chilwell og Pierre-Emerick Aubameyang.

Þá koma Ruben Loftus-Cheek og Mason Mount aftur inn eftir að hafa ekki verið með í miðri viku og teflir Potter því fram mikið af miðjumönnum gegn Brighton sem notast einnig við marga miðjumenn eins og vanalega.

De Zerbi gerir tvær breytingar á liði Brighton sem tapaði gegn Manchester City, þar koma Kaoru Mitoma og Pervis Estupinan inn fyrir Joel Veltman og Danny Welbeck.

Brighton: Sanchez, Webster, Estupinan, Dunk, March, Mac Allister, Caicedo, Trossard, Mitoma, Gross, Lallana.
Varamenn: Steele, Lamptey, Sarmiento, Ensico, Undav, Gilmour, Turns, Furlong, Moran.

Chelsea: Kepa, Chalobah, Silva, Cucurella, Sterling, Loftus-Cheek, Kovacic, Gallagher, Mount, Pulisic, Havertz.
Varamenn: Mendy, Jorginho, Aubameyang, Broja, Zakaria, Chilwell, Ziyech, Azpilicueta, Hutchinson. 


Tottenham heimsækir þá Bournemouth og gerir Antonio Conte sex breytingar frá jafnteflinu gegn Sporting í miðri viku þar sem Yves Bissouma og Emerson Royal eru meðal þeirra sem koma inn í byrjunarliðið.

Hvorki Eddie Howe né Aaron Danks gera breytingar á sínum liðum eftir sigra síðustu helgar þegar Newcastle mætir Aston Villa á St. James' Park. Lucas Digne er þó kominn aftur á bekkinn hjá Villa eftir meiðsli.

Að lokum á Brentford leik við Wolves á meðan Crystal Palace tekur á móti Southampton.

Bournemouth:  Travers; Mepham, Senesi, Smith; Tavernier, Lerma, Cook, Zemura; Billing; Solanke, Moore.
Varamenn: Plain , Fredericks, Stephens, Christie, Rothwell, Lowe, Stanislas, Pearson, Anthony.

Tottenham: Lloris; Sanchez, Lenglet, Davies; Royal, Skipp, Bissouma, Hojbjerg, Sessegnon; Son, Kane.
Varamenn: Forster, Doherty, Gil, Perisic, Dier, Spence, Tanganga, Lucas, Bentancur.


Newcastle: Pope, Trippier, Schar, Botman, Burn, Willock, Guimaraes, Longstaff, Almiron, Wilson, Joelinton.
Varamenn: Karius, Lascelles, Shelvey, Saint-Maximin, Targett, Manquillo, Wood, Fraser, Murphy.

Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Mings, Young, Luiz, Dendoncker, Watkins, Buendia, Bailey, Ings.
Varamenn: Olsen, McGinn, Sanson, Chambers, Bednarek, Coutinho, Digne, Archer, Ramsey.


Brentford: Raya; Ajer, Pinnock, Mee, Henry; Janelt, Jensen, Dasilva; Mbeumo, Toney, Wissa
Varamenn: Cox, Canos, Zanka, Ghoddos, Onyeka, Lewis-Potter, Damsgaard, Roerslev, Yarmoliuk

Wolves: Sa; Semedo, Collins, Kilman, Bueno; B.Traore, Neves, Nunes; A.Traore, Costa, Podence
Varamenn: Sarkic, Ait-Nouri, Hwang, Mosquera, Guedes, Jonny, Moutinho, Hodge, Campbell


Crystal Palace: Guaita, Ward, Mitchell, Milivojevic, Guehi, Olise, Eze, Zaha, Schlupp, Andersen, Edouard.
Varamenn: Johnstone, Tomkins, Ayew, Mateta, Clyne, Hughes, Ebiowei, Riedewald, Morrison.

Southampton: Bazunu, Lyanco, Caleta-Car, Aribo, Ward-Prowse, Adams, Perraud, Armstrong, Salisu, Elyounoussi, Diallo.
Varamenn: McCarthy, Maitland-Niles, Armstrong, Mara, Djenepo, Edozie, Larios, Walcott, Payne.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner