Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. október 2022 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund og Leipzig vilja Lindström - Kostar 40 milljónir
Lindström er búinn að skora 5 mörk í 10 deildarleikjum. Hann gerði 5 mörk í 29 deildarleikjum á síðasta tímabili.
Lindström er búinn að skora 5 mörk í 10 deildarleikjum. Hann gerði 5 mörk í 29 deildarleikjum á síðasta tímabili.
Mynd: EPA

Danski miðjumaðurinn Jesper Lindström hefur verið frábær með Eintracht Frankfurt.


Hann er aðeins 22 ára gamall en þegar orðinn lykilmaður og var partur af liðinu sem vann Evrópudeildina á síðustu leiktíð.

Hann skoraði 5 mörk í 39 leikjum þá en er þegar búinn að skora 7 mörk í 17 leikjum á nýju tímabili.

Lindström er sóknarþenkjandi miðjumaður að upplagi og getur einnig spilað sem sóknartengiliður eða vinstri kantur. 

Hann hefur vakið mikla athygli á sér og greinir Bild frá því að bæði Borussia Dortmund og RB Leipzig vilji kaupa hann  til sín. Verðmiðinn verður þó minnst 30 milljónir evra en fer líklega vel yfir 40 milljónir miðað við þróun leikmannsins á tímabilinu og þá staðreynd að hann er samningsbundinn til 2026.

Lindström á eitt mark í sex landsleikjum fyrir Danmörku.


Athugasemdir
banner