Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. október 2022 17:22
Brynjar Ingi Erluson
Einn besti leikur Newcastle á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Newcastle United ætlar að gera harða atlögu að Evrópusæti á þessu tímabili en liðið hefur fagnað góðum árangri frá því Eddie Howe tók við taumunum.

Liðið vann öruggan 4-0 sigur á Aston Villa í dag og spilamennskan stórbatnað frá því Howe tók við keflinu á síðustu leiktíð.

Nú er liðið í 4. sæti með sex sigra og sex jafntefli en hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu.

Howe var sáttur með að taka þrjú stig í dag en hrósaði liðinu sérstaklega fyrir frammistöðuna.

„Það var mikil barátta í strákunum. Fyrri hálfleikurinn var frekar brösulegur en sem betur fer vorum við geggjaðir í þeim síðari. Þetta er með bestu frammistöðum tímabilsins," sagði Howe.

„Ég vona að stuðningsmenn geti notið sín í kvöld. Við erum þegar farnir að hlakka til næstu viku," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner