Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 29. október 2022 16:01
Ívan Guðjón Baldursson
England: Potter tapaði í Brighton - Frábær endurkoma Tottenham
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Það var fimm leikjum að ljúka í ensku úrvalsdeildinni þar sem Roberto De Zerbi vann sinn fyrsta leik við stjórnvölinn hjá Brighton. Sigurinn kom gegn engum öðrum en Graham Potter og lærisveinunum í hans nýja félagi, Chelsea.


Potter mætti því aftur á gamla heimavöllinn til að tapa sínum fyrsta leik frá því hann tók við Chelsea en heimamenn í Brighton verðskulduðu sigurinn.

Þeir mættu feykilega öflugir til leiks og var Thiago Silva búinn að bjarga í tvígang á marklínu áður en Leandro Trossard kom Brighton yfir á fimmtu mínútu.

Vandamál Brighton á tímabilinu hefur verið færanýtingin en þeir þurftu ekki að nýta færin sín í dag vegna þess að leikmenn Chelsea sáu um að gera það fyrir þá. Fyrst fékk Ruben Loftus-Cheek boltann í sig í hornspyrnu og svo tæklaði Trevoh Chalobah boltann í eigið net.

Chelsea fékk góð færi í leiknum en átti í miklum erfiðleikum með að skora framhjá Robert Sanchez. Kai Havertz kom boltanum í netið með góðum skalla í upphafi síðari hálfleiks en meira skoruðu gestirnir ekki. Heimamenn áttu eftir að bæta síðasta markinu við í uppbótartíma og lokatölur því 4-1.

Chelsea er í fimmta sæti eftir þennan skell, með 21 stig eftir 12 umferðir, þremur stigum fyrir ofan Brighton.

Brighton 4 - 1 Chelsea
1-0 Leandro Trossard ('5)
2-0 Ruben Loftus-Cheek ('14, sjálfsmark)
3-0 Trevoh Chalobah ('42, sjálfsmark)
3-1 Kai Havertz ('48)
4-1 Pascal Gross ('92)

Newcastle United rúllaði þá yfir Aston Villa þar sem Callum Wilson lék á alls oddi og skoraði tvö og lagði önnur tvö upp. Wilson skoraði úr vítaspyrnu seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks og opnuðust flóðgáttirnar eftir leikhlé.

Wilson tvöfaldaði forystuna áður en hann lagði upp þriðja markið fyrir Joelinton og gerði Miguel Almiron svo endanlega út um viðureignina í 4-0 sigri.

Newcastle er í fjórða sæti eftir sigurinn þar sem lærisveinar Eddie Howe eru aðeins tveimur stigum eftir Tottenham sem vann endurkomusigur á Bournemouth í uppbótartíma.

Tottenham lenti tveimur mörkum undir en náði að koma til baka og jafna leikinn í síðari hálfleik. Kieffer Moore gerði bæði mörk Bournemouth í leiknum, sitthvoru megin við leikhléð, og minnkaði Ryan Sessegnon muninn á 57. mínútu.

Fyrri hálfleikurinn var jafn en Conte hefur lesið sínum mönnum pistilinn í leikhlé því Tottenham var við algjöra stjórn í síðari hálfleik, eftir að Moore tvöfaldaði forystuna. Ben Davies jafnaði leikinn á 73. mínútu og komust bæði Heung-min Son og Pierre-Emile Höjbjerg nálægt því að jafna í venjulegum leiktíma.

Boltinn virtist þó ekki ætla að rata í netið allt þar til í uppbótartíma þegar Rodrigo Bentancur var snöggur að bregðast við og fylgdi skoti eftir með marki til að fullkomna endurkomuna.

Tottenham er með 26 stig eftir 13 umferðir og Newcastle 24 stig. Í fallbaráttunni er Aston Villa með 12 stig og Bournemouth 13.

Newcastle 4 - 0 Aston Villa
1-0 Callum Wilson ('45, víti)
2-0 Callum Wilson ('56)
3-0 Joelinton ('59)
4-0 Miguel Almiron ('67)

Bournemouth 2 - 3 Tottenham
1-0 Kieffer Moore ('22)
2-0 Kieffer Moore ('50)
2-1 Ryan Sessegnon ('57)
2-2 Ben Davies ('73)
2-3 Rodrigo Bentancur ('92)

Að lokum gerði Odsonne Edouard eina mark leiksins í 1-0 sigri Crystal Palace gegn Southampton á meðan Brentford og Wolves skildu jöfn.

Crystal Palace er búið að jafna Liverpool um miðja deild með 16 stig á meðan Southampton er áfram í fallbaráttu og starf Ralph Hasenhüttl talið vera í hættu.

Í London kom Ben Mee heimamönnum í Brentford yfir í upphafi síðari hálfleiks en Ruben Neves jafnaði skömmu síðar og urðu lokatölur 1-1 í þokkalega jöfnum leik.

Crystal Palace 1 - 0 Southampton
1-0 Odsonne Edouard ('38)

Brentford 1 - 1 Wolves
1-0 Ben Mee ('50)
1-1 Ruben Neves ('52)
Rautt spjald: Diego Costa, Wolves ('98)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner