lau 29. október 2022 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Hörður Björgvin í vörninni er Panathinaikos setti nýtt met
Hörður Björgvin í leik með Panathinaikos
Hörður Björgvin í leik með Panathinaikos
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er að finna sig hjá gríska félaginu Panathinaikos en liðið vann tíunda sigur sinn á tímabilinu er liðið gjörsigraði Volos, 5-1 í kvöld.

Hörður kom til félagsins á frjálsri sölu í sumar og gerði þá tveggja ára samning en hann hefur verið einn af máttarstólpum varnarinnar og sést það á árangrinum.

Panathinaikos hefur unnið alla tíu leiki sína í deildinni á þessu tímabili og hefur því félagið sett nýtt met í Grikklandi.

Gríska stórveldið bætti eigið met frá 1994 en þá vann liðið níu leiki í röð. Það virðist ekkert lið geta stöðvað Panathinaikos þessa dagana en það fær alvöru áskorun næstu helgi er það mætir nágrönnum og erkifjendunum í Olympiakos á Leoforos-leikvanginum.

Panathinaikos er á toppnum með 30 stig, níu stigum á undan AEK sem er í öðru sæti. Gríska meistaraliðið Olympiakos er þrettán stigum á eftir Panathinaikos.
Athugasemdir
banner
banner
banner