Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. október 2022 14:32
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Anna tapaði toppslagnum - Hjörtur spilaði allan leikinn
Úr Selfoss í Inter.
Úr Selfoss í Inter.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í ítalska boltanum í dag og er Albert Guðmundsson á varamannabekk Genoa sem er að spila í Serie B þessa stundina.


Í efstu deild kvenna lék Anna Björk Kristjánsdóttir allan leikinn er Inter tapaði gegn Roma á heimavelli. 

Roma komst í tveggja marka forystu og vann að lokum 1-2 og er á toppi deildarinnar, með 21 stig eftir 8 umferðir. Inter er í þriðja sæti eftir tapið, með 17 stig.

Guðný Árnadóttir lék þá allan leikinn í varnarlínu AC Milan sem tapaði óvænt gegn Pomigliano og situr eftir með 12 stig.

Inter 1 - 2 Roma

Pomigliano 2 - 1 Milan

Í B-deildinni lék Hjörtur Hermannsson allan leikinn í markalausu jafntefli hjá Pisa gegn Benevento.

Pisa er aðeins komið með 11 stig eftir 11 umferðir en Hjörtur hefur ekki verið mikið í byrjunarliðinu á tímabilinu. Þetta var þó annar heili leikurinn hans í röð og gæti Hjörtur unnið sér inn byrjunarliðssæti með góðri frammistöðu í næstu leikjum.

Enginn Íslendingur var þá í hópi Venezia sem tapaði heimaleik gegn Ascoli. 

Bjarki Steinn Bjarkason er meðal Íslendinga sem eru samningsbundnir Feneyingum en Venezia er að ganga herfilega og er í fallsæti með 9 stig.

Benevento 0 - 0 Pisa

Venezia 0 - 2 Ascoli


Athugasemdir
banner
banner
banner