Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 29. október 2022 18:37
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Osimhen og Kvaratskhelia frábærir - Juventus rétt marði nýliða Lecce
Kvicha Kvaratskhelia er að eiga stórkostlegt tímabil
Kvicha Kvaratskhelia er að eiga stórkostlegt tímabil
Mynd: EPA
Nicolo Fagioli skoraði sigurmark Juventus
Nicolo Fagioli skoraði sigurmark Juventus
Mynd: EPA
Napoli ætlar sér stóra hluti á þessu tímabili, það er alveg greinilegt, en liðið hélt áfram á sigurbraut í dag er Sassuolo kom í heimsókn á Diego Maradona-leikvanginn. Victor Osimhen skoraði þrjú í 4-0 sigri og er Napoli á toppnum með 32 stig.

Ítalska liðið hefur spilað sautján leiki í öllum keppnum á þessari leiktíð og unnið fimmtán þeirra. Þá hefur liðið tvisvar gert jafntefli í deildinni.

Napoli var í ham í dag. Það tók nígeríska framherjann Victor Osimhen fjórar mínútur tæpar til að koma Napoli yfir en auðvitað var það Georgíumaðurinn Kvicha Kvaratskhelia sem lagði það upp.

Sá er óumdeilanlega bestu kaupin í Seríu A en hann kom frá Dinamo Batumi í sumar á 12 milljónir evra. Kvaratskhelia eða 'Kvaradona' eins og hann er kallaður, lagði einnig upp annað markið fyrir Osimhen í dag áður en hann skoraði sjálfur þriðja markið á 36. mínútu.

Osimhen fullkomnaði þrennu sína á 77. mínútu leiksons. Napaoli er á toppnum með 32 stig, sex stigum á undan Milan.

Juventus lagði nýliða Lecce, 1-0. Hinn 21 árs gamli Nicolo Fagioli skoraði eina markið á þegar tæpar tuttugu mínútur voru etir af leiknum.

Þórir Jóhann Helgason sat allan tímann á bekknum hjá Lecce í dag en Juventus er í 6. sætinu með 22 stig á meðan Lecce er í 17. sæti með 8 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Napoli 4 - 0 Sassuolo
1-0 Victor Osimhen ('4 )
2-0 Victor Osimhen ('19 )
3-0 Khvicha Kvaratskhelia ('36 )
4-0 Victor Osimhen ('77 )
Rautt spjald: Armand Lauriente, Sassuolo ('84)

Lecce 0 - 1 Juventus
0-1 Nicolo Fagioli ('73 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner