lau 29. október 2022 19:51
Brynjar Ingi Erluson
Ívar Örn og Ívar Orri áfram í HK (Staðfest)
Ívar Örn Jónsson í leik með HK
Ívar Örn Jónsson í leik með HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn Jónsson verður hjá HK næstu tvö árin en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið í dag og spilar því með liðinu í Bestu deildinni á næsta ári. Ívar Orri Gissurarson hefur einnig framlengt samning sinn við félagið til næstu þriggja ára.

Ívar, sem er fæddur árið 1994, hefur spilað 92 leiki og skorað 6 mörk fyrir HK en hann fór ungur að árum frá Fram til HK.

Hann gekk í raðir Víkings árið 2013 og spilaði þar í fimm ár áður en hann hélt í Val.

Þar varð hann Íslandsmeistari árið 2018 en fór svo aftur í HK tveimur árum síðar og hefur verið algjör lykilmaður í vörn liðsins.

Ívar átti stóran þátt í því að koma HK aftur upp í deild þeirra bestu og nú hefur hann krotað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Ívar Orri Gissurarson, sem er fæddur árið 2003, framlengdi þá samning sinn til 2025. Hann spilaði 20 leiki í deild- og bikar í sumar.

HK hafnaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar með 46 stig.
Athugasemdir
banner
banner