Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. október 2022 23:38
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir.is 
Jón Guðni á leið í Víking?
Jón Guðni á leið í Bestu deildina?
Jón Guðni á leið í Bestu deildina?
Mynd: Guðmundur Svansson
Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Hammarby í Svíþjóð, gæti verið á leið í Víking en Guðmundur Benediktsson hélt þessu fram í lokaþætti Stúkunnar í kvöld.

Varnarmaðurinn sterki var með bestu mönnum Fram áður en hann hélt út í atvinnumennsku fyrir ellefu árum.

Þá samdi hann við Beerschot í Belgíu en hefur síðan þá spilað fyrir Sundsvall, Norrköping, Krasnodar og Brann. Jón Guðni samdi við Hammarby á síðasta ári en meiddist illa í október og var frá út leiktíðina.

Það var búist við því að hann yrði klár með liðinu í sumar það kom bakslag í endurhæfingunni og því ekkert verið með á þessari leiktíð.

Samningur Jóns Guðna gildir til 2024 en hann gæti nú verið á heimleið. Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, segist hafa það eftir öruggum heimildum að Jón Guðni sé á leið í bikarmeistaralið Víkings.

„Frá öruggum heimildum, af því við höfum verið að ræða varnarleik Víkinga í kvöld, en þá samkvæmt nýjustu heimildum Stúkunnar þá er Jón Guðni Fjóluson að ganga til liðs við Víkinga og mun spila með þeim á næstu leiktíð. Það eru býsna stórar fréttir," sagði Guðmundur í Stúkunni.

Jón Guðni er 33 ára gamall og kemur úr yngri flokka starfi Fram en hann á 48 leiki og 10 mörk í efstu deild með liðinu. Þá á hann 18 landsleiki og 1 mark fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner