Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 29. október 2022 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Klopp gagnrýnir varnarleikinn - „Ef þú verst svona þá skilur þú allt eftir opið"
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, var óhress með varnarleikinn í 2-1 tapinu gegn Leeds á Anfield í kvöld.

Liverpool lenti undir strax á 4. mínútu eftir slaka sendingu Joe Gomez til baka og komst Rodrigo í boltann og skoraði. Mohamed Salah jafnaði metin tíu mínútum síðar en undir lokin kom sigurmarkið frá Crysenscio Summerville.

Klopp gagnrýnir varnarleikinn en hann segir að það hefði verið þægilegt að fara að minnsta kosti með stig úr leiknum. Nú er tilfinningin önnur.

„Þetta var klárlega áfall. Mér fannst við byrja mjög vel en fáum svo á okkur sérstakt mark. Við jöfnuðum metin en af einhverri ástæðu þá gaf það okkur ekki öryggi í vörninni. Við áttum í erfiðleikum með að stjórna leiknum og gáfum boltann alltof oft frá okkur."

„Strákarnir reyndu og við náðum að halda boltanum vel og fengum stór tækifæri en í lokin, ef það er 1-1 og þú verst svona í öðru markinu þá skilur þú allt eftir opið."

„Þetta var tveir á móti einum í teignum og þeir klára færið. Vandamálið er að í augnablikinu getum við ekki stjórnað svona leikjum."

„Kannski hafa einhverjir leikmenn spilað of mikið. Harvey hefur verið frábær á tímabilinu. Hann byrjaði vel en gat ekki haldið því áfram. Thiago hefur verið veikur og sömu leikmenn spila fremst á vellinum. Þetta eru þessir þrír framherjar sem við eigum. Við verðum að halda áfram að berjast."

„Liðsframmistaða er alltaf byggð á einstaklingsframmistöðu. Eitt leiðir að öðru. Þú getur horft á allan leikinn. Það er ekki hægt að verjast eins og við gerðum í seinna markinu og þess vegna töpuðum við. Annars hefði þetta verið stig og við myndum svo bara halda áfram í næsta verkefni. Núna erum við ekki með neitt og sú tilfinning er allt öðruvísi."

„Við verðum að koma með gæðin inn á völlinn og berjast gegn þessu. Við höfum verið með vandamál frá fyrsta degi, það er að segja meiðslatengd vandræði. Leikmenn hafa þurft að spila frá fyrsta degi. Þetta er staðan hjá okkur og það þýðir að við þurfum að hjálpa okkur sjálfum og það munum við gera,"
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner