Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 29. október 2022 20:37
Brynjar Ingi Erluson
Lampard: Mitrovic átti að fá rautt og hann veit það
Frank Lampard
Frank Lampard
Mynd: EPA
Frank Lampard, stjóri Everton, var ekki ánægður með dómgæsluna í markalausa jatneflinu gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann vill meina að Aleksandar Mitrovic hafi átt að fá rauða spjaldið í leiknum.

Everton er í 12. sæti með 14 stig eftir fyrstu þrettán leikina og náð ágætis árangri ef horft er á síðustu leiktíð.

„Ég tek þessu. Við fengum mikið hrós í síðustu viku og í dag vorum við ekki alveg þarna. Við hefðum tapað þessum leik á síðasta ári þannig það er ákveðin bæting, en ég vil meira."

„Fulham er með einstakling í fremstu víglínu sem er mjög svo stór. Hann heldur boltanum og þeir spila í kringum hann og búa til meðbyr. Það kemur kannski tilhlökkun hjá fólki eftir eina frammistöðu í síðustu viku en það kemur ekki hjá mér. Við erum enn í þessu ferli. Þetta er langur vegur og við vorum bara að hefja þessa vegferð."


Fulham var heppið að halda Mitrovic á vellinum allan leikinn en á 23. mínútu fékk hann einungis gula spjaldið fyrir að traðka ofan á Idrissa Gana Gueye.

„Þetta var rautt spjald á Mitrovic. Ég hef ekkert á móti honum en hann veit þetta og setti hendurnar strax upp í loft. VAR er þarna til að eiga við þessa hluti. Á síðasta ári þá fékk Allan gult spjald sem var síðan breytt í rautt spjald og svo fékk hann fjögurra leikja ban og það var ekkert í líkingu við þetta brot í kvöld. Þetta var rautt spjald og við höfum ekki fengið þessar ákvarðanir með okkur á þessu ári," sagði Lampard í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner