Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. október 2022 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Liðsfélagi Arons sóttur úr klefanum til að fá rautt spjald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aron Sigurðarson var í byrjunarliði AC Horsens sem tapaði gegn FC Nordsjælland í danska boltanum í gær.


Aron spilaði fyrstu 69 mínútur leiksins en tíu mínútum síðar var liðsfélagi hans James Gomez rekinn af velli með seinna gula spjaldið sitt.

Þetta væri ekki frásögu færandi ef ekki fyrir það sem gerðist eftirá. Dómarinn skoðaði atvikið aftur með aðstoð myndbandstækninnar og lét sækja Gomez úr búningsklefanum til að fá hann aftur til sín.

Gomez, sem var sestur inn í búningsklefa Horsens, virtist spenntur fyrir að fá að halda áfram að spila þar sem hann hélt að VAR væri að snúa dómnum við og hann að sleppa við seinna gula spjaldið.

Gomez gekk að endalínunni og var byrjaður að reima skóna þegar dómarinn dró seinna gula spjaldið til baka og gaf honum þess í stað beint rautt.

Svipurinn á Gomez segir alla söguna en hann stóð aftur upp og gekk til baka í átt að klefanum, svekktur og hissa.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner
banner