Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 29. október 2022 14:21
Ívan Guðjón Baldursson
Maddison: Þetta var svakaleg varsla hjá Ederson
Mynd: EPA

James Maddison gaf viðtal við BT Sport eftir 0-1 tap Leicester á heimavelli gegn Englandsmeisturum Manchester City í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.


Man City vann leikinn með naumindum þar sem heimamenn í Leicester sýndu flotta frammistöðu í síðari hálfleik og komust nálægt því að jafna leikinn. Gullfallegt aukaspyrnumark Kevin De Bruyne skildi liðin að að leikslokum.

„Það er erfitt að spila við City, maður þarf að taka lyfin sín fyrir þessa leiki. Það koma kaflar þar sem maður snertir ekki boltann í tíu mínútur og er bara að elta. Svona gerist þegar maður spilar gegn einu af bestu liðum heims," sagði Maddison.

„Að lokum var það bara eitt sem skildi okkur að, undurmark frá besta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar."

Maddison var svo spurður út í skotið sem Ederson rétt náði að blaka með fingurgómunum í slána. Youri Tielemans smellhitti boltann viðstöðulaust á lofti en skotið fór beint á markið. Boltinn var á leiðinni rétt undir slána en Ederson náði að tipla honum í tréverkið. Markvörsluna er hægt að sjá neðst í fréttinni.

„Þetta var svakaleg varsla hjá Ederson! Ég sá þetta frá hlið og það munaði ótrúlega mjóu að boltinn færi inn. Pep (Guardiola) spurði mig eftir leikinn hvers vegna við spiluðum ekki allan leikinn eins og við gerðum í síðari hálfleik."

Leicester var búið að vinna tvo leiki í röð fyrir tapið í dag en situr rétt fyrir ofan fallsvæðið, með 11 stig eftir 13 umferðir.

Sjáðu markvörsluna


Athugasemdir
banner
banner